Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 66
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
Rómönsku Ameríku h-afi alltaf verið forréttindi betur settra kvenna
(15).4 Víst er að hvorki bændur, náinuverkamenn eða frumbyggjar lögðu
stund á skriftir, og því síður gerðu eiginkonur þeirra það. Lengi ffaman
af voru bókmenntir skrifaðar af einhlerqtum eða barnlausutn konum sem
höfðu menntast, bjuggu við sæmileg efni og höfðu tíma til skrifta.
Einnig voru meðal þeirra konur sem sinntu skriftum efdr að hefðbmidn-
um heimilisverkum lauk, en fiust þá gafst tími til að setjast niður við út-
saum með orðum þótt oftar en ekki hafi rödd þeirra þ\a miður þagnað
vegna tímaskorts.
Rittærk þeirra kvenna sem settust við skriftír endurspegla barittuna á
milli þess að rannsaka eigin hugarheim og þess að mæta þeim kröfum
sem þjóðfélagið lagði þeim á herðar sökum stöðu og stéttar. Bókmennt-
ir þeirra voru öðruvísi og þær voru „hinir“ höfundarnir; þeir sem fjallað
var um í sérdálkum og sérritum. Verk þeirra voru sífellt borin saman við
afburðaskáldin af karlk\minu, gjarnan ffá Evrópu. Oftast voru þær ekki
taldar jafn góðar og hinn eða þessi, eða að þær voru glæsilegir fulltrúar
kyns síns, en alltaf vantaði eitthvað upp á til að þær fengju að blómstra í
umfjölluninni. Þetta eitthvað var gjarnan fagurfræðilegt eða efnislegt
umfjöllunarefni sem karlar höfðu tekist á við áður en var nú sett fram á
annan hátt. Innlegg kvennanna fékk ógjarnan að standa sjálfstætt og
gagnrýnendur fjölluðu um skáldskap þeirra sem afmpidun annarra bók-
mennta frá því fyrr á öldinni.5
Bókmenntir eftír konur frá aldamótunum 1900 einkenndust af um-
fjöllun um óréttlátar aðstæður kvenna, indjána, svertíngja og annarra
þeirra sem órétti voru beittir. Samsömun með aðstæðum þeirra sem
minna máttu sín og/eða bjuggu við ójöfnuð var einkenni ljóða, skáld- og
smásagna frá þessum tíma. Konur settu ffam hugleiðingar sínar um karl-
veldið og tjáðu gagnrýni sína með því að horfa fyrst og fremst á eigin að-
stæður. Þær grandskoðuðu eigin stöðu með því að spegla sig í aðstæðum
annarra. Gagnrýnin sem þær komu á framfæri þegar þær fjölluðu um af-
komendur þræla sem enn höfðu ekki öðlast raunverulegt frelsi eða land-
4 Sara Sefenovich fjallar um uppbyggingu sjálftrdtundar kvenna í Rómönsku Ameríku
á 20. öld í bókinni: Mujeres en el Espejo 2: Narradoras Latínoamericanas, Siglo XX,
(1985).
5 I viðtali sem birtist í dagblaðinu La Prensa við argentínsku skáldkonuna Gloríu
Pampillo árið 1993 gerir hún þessa staðreynd að umtalsefhi. Hún fjallar um það
hvernig skrif smásagnahöfunda samtímans í Argentínu eru sífellt borin saman við
skrif Borgesar, Bioy Cacares og Cortazár ffá þ\n fyrr á öldinni.
64