Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 102
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
Fjölhyggji7 femínisma
Af ofansögðu ætti að vera orðið ljóst að femínismi er margradda kór og
að hann er misróttækur. Hann er „kominn inn á miðjuna“ („main-
stream“) í stefnuyfirlýsingum hefðbundinna stjómmálahreyfinga. Hann
heldur samt einnig til á jaðrinum þ\i enn spretta upp grasrótarhreyfing-
ar sem einbeita sér að sérstökum málum (t.d. ofbeldi, klámi, heilbrigðis-
þjónustu,48 k\Tih'fsþrælasölu og fleiri slæmum áhrifum hnattvæðingar).49
A undanförnum t\-eimur áratugum hefur k\reðið mildð að femínisma
innan háskóla og ffæða. I femínískum ffæðum hefur verið lögð meiri
áhersla á fjölbreytileika k\ enna og rannsóknir á stöðu kvenna af minni-
hlutahópum og kvenna í öðrum heimshlutum en okkar eru að verða æ
fyrirferðarmeiri.50 A heildina litið ríkir mikil fjölhyggja innan femínískra
ffæða og hún er í takt við vaxandi fjölbreytileika í samsetningu samfé-
lagsins. Eg tel því nær lagi að lýsa ástandi femínisma í dag sem fjölhyggju
en sem stmdrungu. And-femínismi af þ\t' tagi sem var lýst í upphafi er
einnig hluti af marghtri mynd femínisma samtímans. Feim'nismi skerpist
við gagnrýni af þessi tagi, jafnvel þótt hún sé oft lítt rökstudd og á mis-
skilningi byggð. Heimurinn væri líka litlausari ef það væru engar karla-
sleikjur tdl.
I síðari hluta þessarar greinar hef ég einkum beint sjónum að heim-
spekilegum forsendum femínískrar gagnrýni. Þær eru jafhffamt gnmn-
ur að kvenna- og kynjafræðilegri nálgun hins ffæðilega femínisma sem
er órofa tengdur femínískri pólitík. Greiningar á heimspekilegum
grunnhugtökum femínisma geta verið afar sértækar og stundum ton-elt
að koma auga á hvernig vdtsmunaleg fjölbragðaglíma af þessu tagi er í
snertingu við þann flókna veruleika sem hún re\mir að koma böndum á.
48 Spánný dæmi um gagnrýni la enna á fæðingarlækningar hinnar hefðbundnu skóla-
læknisfræði er að finna í væntanlegu greinasafni um fæðingarhjálp á Islandi. Slík
gagnrýni er liður í femímskri vísindagagnrýni sem veltir fyrir sér spurningum eins
og þeim hverjum tiltekin vísindi gagnast og hvemig þau þ\TÍtu að vera til þess að
verða betri vísindi sem gagnist konum og körlum jafnvel. E\-rún Ingadóttir, Margrét
Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Svandís Svavarsdóttir (ritstj.), Konur ?neð einn í út-
vtkkun fá enga samúð. Fæðingarsögur íslenskra kvenna, Forlagið 2002.
49 Sjá Barbara Ehrenreich og Arlie Hochschild (ritstj.), Global Woman: Nannies, Maids
and Sex Workers in the New Economy. Metropolitcan Books 2000.
50 Sem dæmi um rannsóknir femínískrar heimspeki með hliðsjón af stöðu kvenna í
þriðja heiminum má nefna Martha Nussbaum ogjonathan Glover (ritstj.), Women,
Culture and Development. A Study ofHuman Capabilities. Clarendon Press 1995.
IOO