Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 105
VlLHjÁLMUR ARNASON
Umhyggja og réttlæti
Gagnrýni femínista á réttlætiskenningn Rawls
Snemma á níunda áratug tuttugustu aldar sendi bandaríski þroskasál-
fræðingurinn Carol Gilligan frá sér bók sem gaf tóninn fyrir femíníska
gagnrýni á lögmálskenningar í siðfræði.1 Leiðarstef bókarinnar er að
konur tali með annarri rödd í siðferðisefnum en karlar. Þetta réð Gilligan
af rannsóknum sínum á siðgæðisþroska þar sem konur virtust hafa nokk-
uð aðrar áherslur en karlar í röksemdum sínum fyrir siðferðilegum
ákvörðunum. Fyrir vikið hefðu þær ekki náð jafnmiklum siðgæðisþroska
og karlar á mælikvarða Lawrence Kohlbergs, en hann byggði kenningu
sína einkum á þroskasálfræði Piagets2 og á hugmyndum um siðferðilegt
sjálfræði í anda Kants. I samræmi við þessar kenningar teljast þeir hafa
náð lengst í siðgæðisþroska sem byggja siðadóma á algildum siðalögmál-
1 Carol Gilligan, In a Different Voice. Psychological Theory and Women's Development.
Harvard University Press 1982. Sjá almenna umræðu um efnið, til dæmis: Eva
Feder Kittay og Diana T. Meyers, ritstj., Women andMoral Theory. Rowman & Litt-
lefield Publishers 1987 og Daryl Koehn, Rethinking Feminist Ethics. Care, Tnith and
Empathy. Roudedge 1998. Á íslensku sjá t.d. Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, „Hefur
félagsleg staða áhrif á siðgæðisþroska kvenna?“, Samfélagstíðindi 6 (1986), bls.
114—137 og Sigríði Þorgeirsdóttur, „Er til kvennasiðfræði? Hugleiðingar um hug-
myndir Carol Gilligan um siðgæði kvenna og þýðingu þess fyrir hugmyndafræði ís-
lenskrar kvennapólitíkur“, Fléttur. Rit Rannsóknastofn í kvennafrœðum I. Háskólaút-
gáfan 1994, bls. 9-33.
2 Jean Piaget, The Moral Judgment of the Child. The Free Press 1965. Lawrence
Kohlberg „Moral Development“, Intemational Encyclopedia of Social Science. Mac-
Millan Press 1968. Sjá einnig Ronald Duska ogMariellen Wheelan, Moral Develop-
ment. A Guide to Piaget and Kohlberg. Gill and MacMillan 1977.
io3