Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 34
ÞORGERÐUR EINARSDOTI IR
Mynd 2.
Skurð-
punktur
femínisma
ogjafii-
réttis
FEMÍNISMI
JÁ NEI
X w Cj n < KRFÍ, Rauðsoklcur, Kvennalisti, Bríet, sértækar aðgerðir o.fl. Samþ Framkvæmdaáædun ríkisins í jafnréttismálum o.fl. Kvennaffí(?) £tting
NEI Barátta fyrir mæðraveldi (?) Súlustaðir, brjóstastækkanir, Femin.is o.fl.
veldisbaráttu og er lesendum eftirlátið að finna þar raunveruleg dæmi.
Sértækar aðgerðir eru skilgreindar undir femínisma því þær byggja á
femínískri hugmynd. Hins vegar er hætta á að sértækar aðgerðir verði
skammlífar, ef ekki tekst jafnffamt að ryðja úr vegi þeim kerfislægu
hindrunum sem valda kynjamisrétti. Samþætting er látin falla milli
tveggja reita, sem ber að túlka á þann veg að hún geti verið verið femín-
ískt verkefni en þurfi alls ekki að vera það. Meginpunkturinn með þess-
ari framsetningu tengist vitund, þekkingu og því hreyfiafli sem býr í at-
höfnum og aðgerðum. Samþætting án femínískrar þekkingar og
greiningar er e.t.v. ekki vitagagnslaus, en hún er máttlaus, bitlaus og
seinvirk í samanburði við samþættingu sem byggir á yfirgripsmikilli
samfélagsþekkingu og femínískri greiningu. Samþætting án femínisma
er með öðrum orðum léleg nýting á fé og kröftum, hún hefur ekki er-
indi sem erfiði.
Rifjum í lokin upp þær spurningar sam lagt var upp með hér í byrjun
um tengslin á milli hugtakanna jafnréttis og femínisma. Hvaða lærdóm
má draga af frásögninni um Moore og Wollstonecraft, Greenham
Common og Kvennafríið? Hvað segir þetta okkur um tengsl fræða og
hreyfingar, femínisma og jafnréttis? Og hvernig tengist þetta allt opin-
berri jafnréttispólitík á Islandi?
Hér að framan voru nokkrir samnefnarar femínisma ktmntir til sög-
unnar. Til að hreyfing eða aðgerð sé femínísk þarf hún að vera
gagnrýnin og meðvituð, og til þess verður hún að búa yfir þekkingu og
yfirsýn. Hún þarf að fela í sér afl eða sprengikraft sent megnar að hreyfa
við samtímanum, og hún þarf að vera djörf, ásækin og áræðin. Sam-
32