Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 25
JAFNRÉTTI ÁN FEMÍNISMA, PÓLITÍK ÁN FR.EÐA?
skilgreiningu sem henti þeim best (Woodward 2001)8. Hvað gerist þeg-
ar jafnréttisbaráttan og femínísk hugsun verður hluti af ráðandi kerfi?
Þessi spuming tekur á einni helstu þversögn samþættingarinnar, að vilja
vera innan valdakerfis karla en gagnrýna það á sama tíma. Er hægt að
breyta kerfinu innan frá, nota verkfæri húsbóndans til að brjóta niður
hús hans (Lorde 1994)? Getur samþætting falið í sér stofnanalega
nýsköpun og aukið kjmjavitund (Eisenstein 1995, 1996)? Eða felur hún
í sér innlimun í ráðandi karllæg gildi (e. male-streaming)? Hugtakið fel-
ur einmitt í sér að eitthvað víkjandi sé fléttað saman við eitthvað ráðandi
(Heikkinen 1999).
Þá má einnig spyrja hverju sé fórnað? Glatast kraftur og frelsi femín-
ismans þegar hann er kominn inn af jaðrinum inn í hlýjuna? Samþætt-
ingin gefur þeim lögmæti sem standa innan kerfisins, en grefur undan
þeim sem standa utan þess. Sænski stjórnmálaprófessorinn Maud Ed-
uards hefur gagnrýnt samþættingarhugtakið og óttast að það dragi tenn-
umar úr femínismanum. Stofnanavæðing kvennabaráttunnar grefur
undan möguleikum kvenna til að breyta, segir Eduards, sprengikraftur
femínismans felst í hinni gagnrýnu athöfn. Þegar femínismi og jafnrétti
verða samheiti er búið að tæma femínismann af innihaldi sínu - þegar
Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, er farinn að kalla sig femín-
ista er hætta á ferðum.9
Gagnrýnin á samþættingarhugmyndina snýst m.a. um hvernig hug-
takið hefur verið notað, hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að
samþætting nái árangri og sé varanleg. Rangtúlkanir á innihaldi sam-
þættingarhugtaksins em ein helsta hindmnin fjæir árangri. Margir mgla
samþættingu saman við fyrstu jafnréttisáherslu ESB, meginregluna um
jafnan rétt og bann við mismunun (e. equal treatment). Sé samþætting
skilgreind þannig felur hún í sér hugmyndalegt afturhvarf um nokkra
áratugi og lækkar metnaðarstig málaflokksins (MacKay og Bilton
8 Eftirfarandi stofnanir hafa t.d. allar samþykkt samþættingarhugtakið: Evrópuráðið,
Evrópuþingið, Efnahags- og félagsmálaráð SÞ (ECOSOC) og aðrar undirstofhanir
SÞ, Norræna ráðherranefndin, Alþjóðavinnumálastofhunin (ILO), Efnahags- og
framfarastofhunin (OECD), Framkvæmdastjóm Evrópusambandsins. Hins vegar
nota þær allar mismunandi skilgreiningar á hugtakinu.
9 Þetta kom fram í erindi hennar „Feminism och jámstálldhetspolitik - möte med för-
hinder" á ráðstefnunni Subjekt, politikk og kjonnskonstruksjon: det likestálte Nor-
den som framtidsverksted, sem haldin var 28. febrúar til 1. mars 2002 í Stokkhólmi.
Sjá einnig viðtal við hana í Nyhetsmagasin Kilden, 12. mars 2002: http://ldlden.for-
skningsradet.no/nyhet/notiser/?vis=208. Sótt 30. júlí 2002.
23