Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 86
SIGRIÐUR ÞORGEIRSDOTTIR
hans mati úreltu skoðun, að konur væru best geymdar „á bak við elda-
vélina“.) Ef hann ætti að uppfæra þessa ræðu yrði hann að bæta við að
ekki mætti heldur gleyma nýbúum. I sama anda myndu flestir hiklaust
taka undir það boð pólitískrar rétthugsunar að það sé niðurlægjandi að
kalla tælenska nýbúa af kvenkyni „tæjur“. Þetta heiti er til þess fallið að
viðhalda klisjukendum hugmyndum um Asíukonur hérlendis. Sigurður
Kristinsson hefur raunar bent á að sjálft nafnið „nýbúi“ sé hugsanlega
ekki heppilegt til að auðkenna innflytjendur eða ný-Islendinga vegna
þess að það geti borið vott um vafasama afstöðu til þeirra.12 Hann spyr
hvort hér sé verið að „aðgreina með stimpli þetta ‘nýja fólk’, með sinn
ffamandi hugsunarhátt, rækilega frá okkur hinum, gamalgrónu Islend-
ingunum, því að það geti að sjálfsögðu ekki talist ‘alvöru Islendingar’.“
Að baki þessari spurningu Sigurðar býr sú krafa að heiti vissra hópa setji
þá ekla niður. Otti um að þetta fari út í öfgar og leiði t.d. til þess að ekki
verði lengur hægt að gera góðlátlegt grín að ákveðnum hópum í samfé-
laginu er á misskilningi byggður. Pólitísk rétthugsun hjálpar okkur að
opna augu okkar fyrir orðum og athöfhum sem eru niðurlægjandi eða
særandi. Ahyggjur andstæðinga pólitískrar rétthugsunar af meintu
húmorleysi hennar gera ráð fyrir því að fötluðum, údendingum, konurn,
o.s.frv. sé hættara en við því en þeim sjálfum að missa húmor fyrir sjálf-
um sér.
Femínismi er leiðinlegur
Til viðbótar við þessi tvö viðhorf, sem hér hefur verið lýst er þriðja
viðhorfið til femínisma sem kemur fram í afskiptaleysi og höfnun á fem-
ínisma vegna þess hve leiðinlegur hann sé. Fyrir skömmu kom út í
Þýskalandi bók sem ber titilinn Ally-kynslóðin (í höfuð á sjónvarpsþátta-
persónunni Ally McBeal) og er tilraun til að lýsa á gamansaman hátt
kynslóð lcvenna sem eru nú á aldrinum 25-35 ára.13 Höfundurinn, Katja
Kullmann, kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að eitt af einkennandi við-
horfum þessarar kynslóðar sé afskiptaleysi um femínisma og um pólitík
almennt. Samkvæmt greiningu Kullmann hefur þessi kynslóð afar
þrönga sýn á femínisma, sem birtist henni sem kröfugerð vansælla
12 Sigurður Kristinsson, „Alþjóðleg fræði á íslensku?“, Skímir, 175, vor 2001, bls. 190.
1' Katja Kullmann, Generation Ally. Warnm es beute so kompliziert ist, eine Frau zu sein.
Eichborn Verlag 2002.
84