Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 149
FEMINISK GAGNRYNII AUÐNINNI
sálgreiningarinnar úr annarri átt. Aðferð hennar felst í að vfkka út kenn-
ingar Freuds um sköpunargáfu kvenna og benda á að oft hafi freudísk
gagnrýni falið í sér óréttmæta gagnrýni á verk kvenna. I ritgerð sinni,
„Tengsl skáldsins við dagdrauma“ („The Relation of the Poet to Day-
dreaming“, 1908) hélt Freud því ffam að óuppfýlltir draumar og þrár
kvenna væru að megninu til af erótískum toga og að sögufléttur í skáld-
skap kvenna væru afurð þessara duldu langana. Fléttur karla væru hins
vegar að mestu leyti sprottnar úr hugarórum sjálfelsku og metnaðar, auk
erótíkur. Miller sýnir ffam á hvernig þetta fallíska viðmið hefur verið
notað sem mælistika á trúverðugleika sögufléttna kvenna en sé kven-
hverfum lestri beitt er hægt að greina bælda hugaróra sjálfselsku/metn-
aðar í skrifum kvenna, rétt eins og karla. Kvennabókmenntir sem aðal-
lega snúast um rómantíska ástardrauma teljast til skáldsagna sem George
Eliot og alvarlegir kvenrithöfundar afskrifuðu sem „heimskulegar skáld-
sögur“; þær fáu skáldsögur kvenna sem lýsa valdadraumum, sýna
kvennaveröld sem liggur handan ástarinnar, heim sem er þeim samt lok-
aður vegna samfélagslegra hafta.
Markverð femínísk gagnrýni sem byggir á öðrum sálgreiningarkenn-
ingum en Freuds hefur einnig komið fram á sjónarsviðið: Saga kvenlegra
frumminna í anda Jungs eftir Annis Pratt, rannsóknir Barbara Rigney á
klofnu sjálfi í skáldskap kvenna sem byggja á kenningum Laings, og
gagnrýni Ann Douglas á innra rými í skáldskap kvenna á nítjándu öld,
sem mótuð er á kenningum Ericksons.35 A undanförnum árum hafa
gagnrýnendur velt fýrir sér möguleikum á að þróa nýja tegund femín-
íslcrar sálgreiningar sem í stað þess að endurskoða Freud snýst um þró-
un og myndun kynjasjálfsmynda.
Þau nýju verk sem sætt hafa mestum tíðindum innan femínískrar sál-
greiningar fjalla um for-ödipíska stigið og hvernig aðgreining kynferðis-
sjálfsmynda kvnjanna verður til. Tímgun móðurhlutverksins: Sálgreining
og félagsfrœði kyns (The Reproduction of Mothering: Psychoanalysis and the
Sociology of Gender, 1978) eftir Nancy Chodorow hafði gífurleg áhrif á
kvennafræði. Chodorow endurskoðar hefðbundin sálgreiningarhugtök
3S Sjá Annis Pratt, „The New Feminist Criticisms", Beyond Intellectual Sexism: A New
Woman, a New Reality, ritstj. Joan I. Roberts (New York: Longman, 1976); Barbara
H. Rigney, Madness and Sexual Politics in the Feminist Novel: Studies in Bronte, Woolf
Lessing and Atsvood (Madison: University of Wisconsin Press, 1978); og Ann Dou-
glas, Alrs. Sigoumey and the Sensibility of the Inner Space“, New England Quart-
erly 45 (júm' 1972), bls. 163-81.
147