Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 129
FEMÍNÍSK GAGNRÝNl í AUÐNINNI
í skemmtilega hmttnum samræðum frá árinu 1975 nefndu Carolyn
Heilbrun og Catharine Stimpson til sögunnar tvo meginpóla femínískr-
ar bókmenntagagnrýni. Ftnra afbrigðinu, réttsýnum, reiðum, ávítandi
femínisma sem „leitar uppi s\ndir og ávirðingar úr fortíðinni“, líktu þær
við Gamla Testamentið. Þeim síðari, óhlutdrægum femínisma sem leit-
ar „á náðir hugarflugsins“, líktu þær við Nýja Testamentið. Þær voru á
einu máH um að báðar aðferðir væru gagnlegar, því að aðeins Jeremías-
ar hugmyndafræðinnar væru þess megnugir að leiða okkur burt frá
„Egyptalandi kvænlegrar undirokunar“ til hins fyrirheitna lands húman-
ismans.1 2 Matthew Amold taldi líka að svo gæti farið að bókmenntaffæð-
ingar döguðu uppi í auðninni áður en þeir kæmust til hins fyrirheitna
lands óhlutdrægninnar. Heilbrun og Stimpson aðhylltust ný-arnoldíska
kenningu, eins og sæmdi prófessorum við Columbia- og Barnardhá-
skóla. En ef femínískir bókmenntagagnrýnendur eru enn, á níunda ára-
tug þessarar aldar, reikandi um í óbyggðunum, erum við þar í góðum fé-
lagsskap; því eins og Geoffrey Hartman segir, er öll kenning í
óbyggðunum.’ Femínískir gagnrýnendur furða sig ef til vill á því að vera
komnir í hóp þessara frumherja fræðanna, því auðnin í bandarískri bók-
menntahefð hefur tilheynt karlmönnum einum. En á milli femínískrar
hugmyndafræði og frjálslyndra hugsjóna um óhlutdrægni, liggja auðnir
kenninganna og þar verðum við einnig að setjast að.
Þar til nú fýrir skemmstu átti femínísk gagnrýni sér engan fræðilegan
grundvöll; hún var munaðarlaust afkvæmi reynslunnar í sviptivindum
kenninganna. Arið 1975 var ég orðin þess fullviss að engin fræðileg
stefnuydirlýsing gæti gert fulla grein fyTÍr þeim fjölbreytilegu aðferðum
og hugmyndum sem teldust til femínísks lestrar eða ritháttar.3 * 5 Ari síðar
hafði Annette Kolodny viðrað þá skoðun sína að femínísk bók-
1 Carol\Ti G. Heilbrun og Catharine R. Stimpson, „Theories of Feminist Criticism:
A Dialogue“ í Fmunist Literary Critidsm, ritstj. Josephine Donovan (Lexington: Un-
iversity Press of Kentucky, 1975), bls. 64. Eg ræði þessa aðgreiningu einnig í ritgerð
minni „Toward a Feminist Poetics,“ í þessari bók, bls. 125-143 [The New Feminist
Critidsm (1985)]; margar hugmyndanna í fyrsta hluta þessarar ritgerðar eru viðrað-
ar stuttlega í ofangreindri ritgerð.
2 Ekki er minnst á neina kvenkyns gagnryTiendur í Critiásm in the Wildemess: The Stu-
dy of Literature Today eftir Geoffrey Hartman (New Haven, Conn.: Yale University
Press, 1980), hins vegar lýsir hann kvenlegum anda sem kallast „músa gagnrýninn-
ar“: „líkari gamalli kennslukonu en skáldskapargyðju, alvörugefinni dóttur bóka sem
eru ekki lengur lesnar undir trjám og úti á engjum“ (bls. 175).
5 Sjá „Literary Criticism“ eftir mig, ritdómur, Signs 1 (vetur 1975), bls. 435-60.
127