Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 89
UM MEINTAN DAUÐA FEMINISMANS
honum sjálfum komið. Ef ekki, þá er ekki við neitt í kerfinu að sakast
heldur einungis við sjálfan sig. Því er óhætt að segja að meðal þeirrar
kynslóðar sem hér er lýst er ekki aðeins femínisminn dauður, heldur
pólitíkin einnig. Að vísu er AJly-kynslóðin vel upplýst um pólitísk mál-
efni, en samkvæmt lýsingu höfundar skortir þessa kynslóð engu að síður
að mestu þá ástríðu sem birtist í gagnrýnu viðhorfi þess sem vill breyta
og umbylta.16 Augljóslega er hér dregin upp ýkt mynd af þessari kynslóð,
sem höfundur kennir við Ally, enda ógjörningur að lýsa heilli kynslóð án
þess að öfga og einfalda. Líklega er helsti tilgangurinn með þessari
lýsingu að ögra í þeirri von að það vinni gegn sinnuleysinu.
Sundrung innan femínismans
Hér að ofan hefur verið lýst neikvæðum viðhorfum til femínisma eins og
þau birtast í völdum dæmum úr dægurmálaumræðu fjölmiðla og í bók-
menntum. Það hefur verið rætt um femínisma í eintölu sem vitaskuld
felur í sér mikla einföldun þar sem margar og ólíkar stefnur rúmast inn-
an hans. Höfnun femínisma beinist, eins og sýnt hefur verið, stundum
gegn öfgakenndum afbrigðum hans, en oftar en ekki nærist hún á rang-
hugmyndum um sjálfan kjarnaboðskap hans.
Þrátt fyrir margbreytileika femínismans er grundvallarhugmyndin að
baki honum sú að misjafna stöðu k\mjanna beri að leiðrétta. Þótt femín-
ismi sé „ismi“ er hann ekki hugmyndafræði af ætt „stórsagna“ og hefur
því ekki að geyma endanlega uppskrift að réttlátri og góðri heildarskip-
an samfélagsins.1 Það eru útópískar víddir í femínisma að því leyti sem
hann nærist á von um heim án sexisma, en hann er ekki útópía eða
draumsýn um fullkomið samfélag. \dð þjóðfélagsaðstæður þar sem kyn
16 Bandaríski félagsfræðingurinn Arlie Hochschild hefur skrifað athyglisverða grein
um pólitískt sinnuleysi meðal ungs fólks, sjá ,A Generation Without Public Pass-
ion,“ Atlantic Monthly, febrúar, 2001. Greinina má nálgast á þessari vefslóð, http://
www.theatlantic.com/issues/2001/02/hochschild.htm.
17 Sbr. greiningu Lyotard á hugmyndakerfi á borð við marxisma sem stórsögu. Sjá
Jean-Franois Lyotard, The Postmodem Condition: A Report on Knowledge. University
of Minnesota Press 1985. Femínismi er stundum lagður að jöfnu við isma eins og
marxisma, sem er í flestum tilfellum ranghugmynd. Jafnvel marxískur femínismi
hefur sagt skilið við hina stórbrotnu hugmynd Marx um framtíðarskipan samfélags-
ins. Hann byggir einkum á marxískri gagnrýni á hið pólitíska hagkerfi í ljósi kynja-
misréttis, en ekki á framtíðarsýn hins hefðbundna marxisma um hið stéttlausa sam-
félag.
«7