Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 89

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 89
UM MEINTAN DAUÐA FEMINISMANS honum sjálfum komið. Ef ekki, þá er ekki við neitt í kerfinu að sakast heldur einungis við sjálfan sig. Því er óhætt að segja að meðal þeirrar kynslóðar sem hér er lýst er ekki aðeins femínisminn dauður, heldur pólitíkin einnig. Að vísu er AJly-kynslóðin vel upplýst um pólitísk mál- efni, en samkvæmt lýsingu höfundar skortir þessa kynslóð engu að síður að mestu þá ástríðu sem birtist í gagnrýnu viðhorfi þess sem vill breyta og umbylta.16 Augljóslega er hér dregin upp ýkt mynd af þessari kynslóð, sem höfundur kennir við Ally, enda ógjörningur að lýsa heilli kynslóð án þess að öfga og einfalda. Líklega er helsti tilgangurinn með þessari lýsingu að ögra í þeirri von að það vinni gegn sinnuleysinu. Sundrung innan femínismans Hér að ofan hefur verið lýst neikvæðum viðhorfum til femínisma eins og þau birtast í völdum dæmum úr dægurmálaumræðu fjölmiðla og í bók- menntum. Það hefur verið rætt um femínisma í eintölu sem vitaskuld felur í sér mikla einföldun þar sem margar og ólíkar stefnur rúmast inn- an hans. Höfnun femínisma beinist, eins og sýnt hefur verið, stundum gegn öfgakenndum afbrigðum hans, en oftar en ekki nærist hún á rang- hugmyndum um sjálfan kjarnaboðskap hans. Þrátt fyrir margbreytileika femínismans er grundvallarhugmyndin að baki honum sú að misjafna stöðu k\mjanna beri að leiðrétta. Þótt femín- ismi sé „ismi“ er hann ekki hugmyndafræði af ætt „stórsagna“ og hefur því ekki að geyma endanlega uppskrift að réttlátri og góðri heildarskip- an samfélagsins.1 Það eru útópískar víddir í femínisma að því leyti sem hann nærist á von um heim án sexisma, en hann er ekki útópía eða draumsýn um fullkomið samfélag. \dð þjóðfélagsaðstæður þar sem kyn 16 Bandaríski félagsfræðingurinn Arlie Hochschild hefur skrifað athyglisverða grein um pólitískt sinnuleysi meðal ungs fólks, sjá ,A Generation Without Public Pass- ion,“ Atlantic Monthly, febrúar, 2001. Greinina má nálgast á þessari vefslóð, http:// www.theatlantic.com/issues/2001/02/hochschild.htm. 17 Sbr. greiningu Lyotard á hugmyndakerfi á borð við marxisma sem stórsögu. Sjá Jean-Franois Lyotard, The Postmodem Condition: A Report on Knowledge. University of Minnesota Press 1985. Femínismi er stundum lagður að jöfnu við isma eins og marxisma, sem er í flestum tilfellum ranghugmynd. Jafnvel marxískur femínismi hefur sagt skilið við hina stórbrotnu hugmynd Marx um framtíðarskipan samfélags- ins. Hann byggir einkum á marxískri gagnrýni á hið pólitíska hagkerfi í ljósi kynja- misréttis, en ekki á framtíðarsýn hins hefðbundna marxisma um hið stéttlausa sam- félag. «7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.