Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 136
ELAINE SHOWALTER
spurningin um mismun. Hvernig getum lárið konur mvnda sérstak-
an hóp innan bókmenntanna? I hverju liggur munurinn í ritun kvenna?
Patricia Meyer Spacks var, að ég held, fyrst akademískra gagnrýnenda
til að taka eftir áherslubretTÍngunni frá karlhverfri til kvenhverfrar fem-
ímskrar gagnrýni. I Hinu kvenlega hugarflugi (The Female Imagination,
1975) benti hún á að fáir femínískir gagnrýnendur höfðu veitt ritun
kvenna athygli. I umfjöllun Simone De Beauvoir um kvenrithöfunda í
Hinu kyninu „má greina a priori tilhneigingu hennar til að taka þær síð-
ur alvarlega en karlrithöfunda“; Mary Ellmann sagði í bók sinni Hugsað
um konur (Thinking About Women), frama kvenrithöfunda alltaf háðan
því að hversu vel þeim tækist að sleppa við allar hefðbundnar skilgrein-
ingar kvenleikans; og að mati Spacks sýndi Kate Alillett „kvenhöfundum
hugarflugsins lítinn áhuga“13 í Kynjapólitík (Sexual Politics). Umfangs-
mikil rannsókn Spacks markaði upphaf nýs skeiðs í femínískri bók-
menntasögu og gagnrýni. Farið var að spyrja, aftur og aftur, hvað ein-
kenndi ritun kvenna og hvernig listræn tjáning þeirra mótaðist af því að
þær væru konur. Með bókum eins og Bókmenntakonur (Literary Women,
1976) eftir Ellen Moers, Sérhókmenntir (A Literature ofTheir Chvn, 1977)
efrir mig, Skáldskapur kvenna (Woman's Fiction, 1978) effir Nina Baym,
Oða konan á háaloftinu (The Madwoman in the Attic, 1979) efrir Sandra
Gilbert og Susan Gubar, og Kvenhöfundar og skáldleg sjálfsmynd (Women
Writers and Poetic Identity, 1980) eftir Margaret Homan og í hundruðum
ritgerða, hlaut ritun kvænna sinn sess sem meginviðfangsefni femínískr-
ar bókmenntarýni.
Þessarar áherslubreytingar hefur einnig orðið vart meðal femínískra
gagnrýnenda í Evrópu. Fram til þessa hefur umfjöllun um franska fem-
íníska gagnrýni aðallega snúist um hversu ólík hún sé amerískum
pragmatisma í öllum grundvallaratriðum og talað er um fræðilegar ræt-
ur hennar í málvísindum, marxisma, ný-freudískri og lacanískri sálgrein-
ingu og afbyggingu í anda Derrida. Þó margt greini þá að, eiga fransk-
ur femínismi og róttækur bandarískur femínismi ýmis fræðitengsl og
orðræðu sameiginleg. I franskri femínískri gagnrýni er Ecriture feminine,
hugmyndin um að líkami kvenna og kvenlegur mismunur gretqíist inn í
tungumál og texta merkileg fræðikenning, þó að hún lýsi fremur stað-
leysudraumsýn en bókmenntalegri aðferð. Héléne Cixous, einn helstu
13 Patricia Meyer Spacks, The Female Imagination (New York: Alfred A. Knopf, 1975),
bls. 19, 32. ’
r34