Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 99
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS
ungis lágmarks skýringargildi um eiginleika kvenna sem hóps. Þessi af-
staða er lituð af gagnrýni mismunarfemínisma. Hið gagnrýna afl í mis-
munarfemínisma felst fyrst og fremst í áherslu hans á afbyggingu á
klisjum um kyTthlutverk. Litið er svo á að með því að grafa undan slík-
um klisjum og koma rugli á hefðbundna tvíhyggju um kynin megi veikja
stoðir þeirra hefða og táknkerfa tvíhyggjunnar sem viðhalda kynjamis-
rétti.41 Hins vegar forðast slíkur femínismi að tiltaka þá eiginleika sem
konur gætu átt sameiginlega vegna þess að þær eru konur. Ekki er lögð
mikdl áhersla á gildi sem tengjast lífi kvenna í slíkum kenningum and-
stætt t.d. gildis- og verðmætamati í hugmyndaffæði Kvennalistans.
Megin áhersla er lögð á rétt kvenna til frelsis, að tryggja þeim réttindi
og möguleika til að geta verið sjálffáða um eigið líf.
Af þessum sökum hef ég í mínum skrifum um femíníska heimspeki að-
hyllst það sem Asta kallar „ffelsishreyfingu“ innan femínisma, en hún
felur í sér áherslu á jafnan rétt kynjanna til frelsis. I skarplegri greiningu
sinni á femínískri heimspeki samtímans kemst Asta að þeirri niðurstöðu
að „ffelsisfemínismi“ í bland við andeðlishyggju sé ráðandi stefna nú á
dögum. Hún vill í ljósi þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram á þessa
stefnu velta fyrir sér hvort gildishreyfmgar innan femínisma séu orðnar
aðkallandi á nýjan leik. Þessari spurningu held ég að hægt sé að svara
bæði neitandi og játandi.
Eg tel gildisfemínisma óviðunandi afstöðu að því marki sem hann er
reistur á nýeðlishyggju, þ.e. á hugmynd urn sérstakt kynbundið eðli sem
auðkenna megi sem samkenni allra kvenna. Nýeðlishyggja sem byggir á
mótunarhvggju er að mínu mati einungis viðunandi svo lengi sem hún
byggir á hefðbundnum tengslum gilda við lífflestra, en ekki allra kvenna.
Slík afstaða gæti hins vegar vart talist eðlishyggja vegna kröfunnar um að
eðli verði að vera samkenni allra kvenna. Leitast hefur verið við að draga
úr algildi eðlishyggjunnar og er hugmynd Gayatri Spivak um „eðlis-
hyggju í hernaðarskyni“, til dæmis um það.42 Slík eðlishyggja væri ásætt-
anleg ef hún byggir á kynjagreiningarmati á aðstæðum og þeirri prag-
matískri afstöðu sem ég gat um áður. Eðliseiginleikar væru í fyrsta lagi
skilgreindir út frá þeim sögulegu og menningarlegu skilyrðum sem flest-
41 Sjá Geir Svansson, „Osegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku
samhengi“, Skímir, 172, haust 1998, bls. 476-527.
42 Spivak kallar það „strategic essentialism“. Sjá Linda Martin Alcoff, „Philosophy
Matters. A Review of Recent Work in Feminist Philosophy“, bls. 866.
97