Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 26
ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR
2000:2). Þá hefur verið bent á að til þess að koma á breytingum innan
kerfisins verði samþættingin að ráða yfir tækjum og tungumáli kerfisins.
Gallinn er sá að það tungutak hefur haft karla sem viðmið og upphafs-
reit en konur sem frávik (W'oodward 2001:5).
Ein grundvallarhugmyndin að baki samþættingu sem aðferð er að ár-
angurstengja hana, en í því felst að gefa k\-nbundnu jafnrétti hludæg við-
mið, t.d. töluleg gildi, sem hægt er að nota \ið samanburð milli ára og
landa. Þessi nálgun er gjarna útfærð með tölulegum markmiðum og
tímasetningum (e. benchmarking) (Lilja Mósesdóttir 2001). Kvngreind
tölfræði er nauðsynleg forsenda fyrir þessu, en fleira þarf tdl. Allt veltur
á hvernig samþættingu er hrundið í ffamkvæmd. Hún kallar á fjármagn,
kynjavitund og pólitískan vilja (Woodvvard 2001:9). .Annað grundvallar-
atriði er sérfræðiþekking og hvernig hún er nýtt. Eigi embættismenn
kerfisins að fá þá þjálfun og það þekkingarstig (e. level of sophistication)
sem þarf til að fella samþættingu inn í viðtekin verkferli, kallar það á
stórtækt ffæðsluátak. Ef þetta er ekki fyrir hendi getur samþætting orð-
ið máttiaus orð á blaði, ekki bara gagnslaus heldur „fjarvástarsönnun“,
afsökun fyrir að gera ekki neitt. Reynslan sýnir að bandalög og sam-
stöðutengsl jafhréttissérfræðinga, femínískra ffæðimanna, embættis-
manna og stjórnmálamanna hafa reynst með mikilvægustu tækifærunum
í þessu ferli (Reinalda 1997). Nýlegt dæmi um þetta er öflugt starf Evt-
ópusambandsins í málaflokknum Konur og vfsindi (Science Policies in
the European Union 2000). Það átak byggir á víðtækri þekkingu á sam-
félagslegu hlutverki vísinda og femínískri greiningu á kvnjavfdd í vísind-
um.
OPINBER JAFNRÉTTISSTEFNA Á ÍSLANDI
íslensk jafnréttispólitík er nátengd erlendum hugmvndastraumum. Það
á bæði við um kvenréttindabaráttu 19. og 20. aldar,10 sem og jafnréttis-
baráttu samtímans, sem við getum sagt að hafi verið formlega á dagskrá
síðan um miðja 20. öldina. Jafnlaimaráð (fyrirrennari Jafnréttisráðs) var
10 Það er t.d. afar merkilegt að rit Johns Stuarts Mills Kiígwi kverma, [On the subjection of
■women\ sem kom út 1869 var þýtt á íslensku þegar árið 1900. Ljóst er að hugmyndir
Mills höfðu mildl áhrif á íslenskar kvenréttindakonur og gætir þess t.d. í grein Bríetar
Bjamhéðinsdóttur ffá árinu 1887 „Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna“ (í Kiigtm
24