Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 32
ÞORGERÐUR EIXARSDOITIR
Tafla 3. Hlutfall kvenna ífréttum sjónvarps 1936-200117
1986 1988 1989 1990 1994 2001
Karlar 87% 80% 88% 85% 82% 73%
Konur 13% 20% 12% 15% 18% 27%
Taflan sýnir að aukningin á tímabilinu 1986-2001 er tæplega 1% á ári
og með sama áframhaldi tekur um aldarfjórðung í viðbót að jafna hlut
kynjanna. Það vekur athygli að hlutur kvenna fer upp í 20% árið 1988
en fellur svo aftur. Nærtækasta skýringin á þessu er umræða um málefni
kynjanna í kjölfar fylgisaukningar Kvennahstans, en hann fékk 10% at-
kvæða og sex þingmenn í kosningunum 1987 (Landshagir 2001) og vor-
ið 1988 fór fylgi Kvennahstans í 20% í skoðanakönnunum. Það er ljóst
hér, eins og í stjórnmálaþátttökunni hér að framan, að femímskar hrær-
ingar og almenn kvennapólitísk umræða verður til að auka hlut kvenna í
fjölmiðlum, síðan fellur ffamvindan í sama gír og fyrr.
Sú skoðun er algeng að fjölmiðlar endurspegh bara veruleikann eins
og hann er. Ekki eigi að grafa upp konur bara til að sýna konur því með
því sé verið að afbaka veruleikann (Egill Elelgason 2001). Þetta er at-
hyglisvert í ljósi mikillar samfélagsþátttöku kvenna, atvinnuþátttöku og
menntunar, sem rakin var að framan. Þótt hlutfall kvenna á þingi og í
sveitarstjórnum sé ekki hátt, er það þó talsvert hærra en hlutfall þeirra í
fjölmiðlum.
Opinberar nefndir.; stjórnir og ráð. Hlutur kvænna í opinberum stjórnum,
nefndum og ráðum er 30% og hefur aukist úr 6% árið 1983, þegar fyrstu
tölur voru teknar saman.18 Aukningin er um 1% á ári sé miðað við tíma-
bilið 1990 til 2002, en 1,2% sé miðað við allt tímabilið ffá 1983. í fjórðu
framkvæmdaáætluninni 1993-1997 var sett það markmið að hlutfall
17 BySS*1 á eftirfarandi heimildum: Tölur frá 1986, 1988, 1989, 1994 eru fengnar úr
Skýrslu Pa'ls Péturssonar félagsmálaráðhen a tilAlþingis um stöðu ogbróun jafnréttismóla.
Maí 1996. Tölur frá 2001 eru úr Nefiid um konur ogfjólmiðla. Alit og tillögur. Febr-
úar 2001. Tölumar frá 2001 eru meðaltal allra fréttatíma Sjónvarpsins og Stöðvar
tvö.
18 Árið 1983 var hlutfallið 6%, það var 11% árin 1986 og 1988 (sjá Skýrslu Jóhönnu
Sigurðardóttur félagsmálaráðhnra til Alþingis um stöðu og þróun jafnréttismála. Desem-
ber 1988). Árið 1990 var hlutfallið 16,6% og 20,8% árið 1994 (sjá Skýrslu Rannveig-
ar Guðmundsdóttur félagsmálaráðherra til Alþingis um stöðu og þróun jafnréttismála.
Febrúar 1995). Árið 1995 var hlutfallið 23% og 2002 var það 30% (sjá Skýrslu fé-
lagsmálaráðheira um stöðu fi amkvæ?ndaáietlunar ríkisstjómarinnar til að ná fram jafn-
rétti kynjanna. 127. löggjafarþing 2001-2002. Þskj. 1290 - 732. mál).
3°