Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 186
JUDITH BUTLER
greiningu gagnkynhneigðs og samkynhneigðs hagkerfis sem Wittig \till
koma á? Og ef til er „athöfh“ sem kalla má undirstöðu sjálfsmjndar og
hún sprettur af sýnilegum árangri kynhneigðar, vaknar sú spurning
hvort til séu einhvers konar athafnir sem eru öðrum ffemri og því beri
að byggja á þeim? Er hægt að fremja athöfnina með „gagnkynhneigðum
huga“? Er hægt að skilja lesbíska kynhneigð sem keppni sem snýst ekki
aðeins um flokkun „kyns“, um „konur“, um „náttúrlega líkama“, heldur
líka um „lesbíur“?
Það er athyglisvert að Wittig setur fram tilgátu um nauðsynleg tengsl
á milli samkynhneigðs sjónarhorns og myndmáls, eins og gagnkyn-
hneigðir dragi sjálfkrafa í efa þá þvingunarsetningafræði og merkingar-
fræði sem myndar hið „raunverulega“. Ef hið samkynhneigða sjónar-
horn er útilokað ffá hinu raunverulega, ef það er þá til, mætti spyrja
hvort það gæti skilið hið raunverulega með hjálp undantekninga, jaðar-
tilfella sem koma ekki í ljós, fjarveru sem ekki er talin með? Það væru þá
hörmuleg mistök að móta samkynhneigða sjálfsvitund með sömu útilok-
unaraðgerðum, rétt eins og hinir útilokuðu væru ekki, einmitt vegna úti-
lokunarinnar, alltaf inni í myndinni, jm' vissulega v<eru þeir nauðsynlegir
fyrir skipulagið á þessari sjálfsmynd. Það er þversagnakennt að slík úti-
lokun skapar einmitt þau róttæku tengsl sem reynt er að sigrast á: Sam-
kynhneigð kvenna þyifti þá á gagnkynhneigð að halda. SamkyTihneigð
sem skilgreinir sjálfa sig sem róttæka útilokun frá gagnkymhneigð svipt-
ir sjálfa sig getunni til að endurtákna gagnkyuhneigðu samseminguna
sem hún að sumu leyti og óhjákvæmilega er byggð á. Af því leiðir að slík-
ar baráttuaðferðir lesbía mundu styrkja hina þvinguðu samkymhneigð í
kúgunarformum sínum.
Lævísari og áhrifameiri barátmtækni virðist falin í því að eigna sér
flokkun sjálfsmyndanna og stilla henni upp á nýjan leik. Þá er ekki bara
verið að andmæla „kyni“ heldur jafnffamt að draga fram samleitni hinn-
ar margvíslegu kynferðisorðræðu á svæði „sjálfsmyndarinnar“ svo að sú
flokkun, í hvaða mynd sem hún er, verði vandamál til frambúðar.
Vilhorg Sigurðardóttir þýddi
184