Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 57
LJÚFT ER AÐ LÁTA SIG DREYMA
sem mótleikara en þó oftast sem áhorfanda. Hver sér til þín í fantasíu
þinni? Fulltrúi hinnar symbólsku reglu, Laganna, er nærverandi ef ekki
beinlínis að horfa á athæfi þitt og því getur fylgt sektarkennd. Þetta má
glöggt sjá í K/S skáklúbbnum sem Constance Penley rannsakaði en
meðhmir hans skrifa allir undir dulnefnum og þó að þeir séu öðrum
þræði stoltir af sínu góða handverki er þeim mjög í mtm að afhjúpa sig
ekki fyrir ókunnugum. Það er eins og þessar konur, sem eru bankastarfs-
menn, kennarar og verkakonur auk þess að vera mæður og húsmæður,
gruni að það gerði þeim lítið gott ef fjölskyldur þeirra og vinir vissu að
þær væru að semja og birta klámsögur um tvo homma í geimfari í fram-
tíðinni. Nei, þetta er laumuspil sem aðeins er hægt að njóta með klúbb-
félögum sem verða eins og önnur fjölskylda í „syndinni“. Hvar er þá
uppreisnin og paródían sem á að felast í því að stíga út úr kyngervinu (og
kyninu) og snúa upp á allt saman?
Uppreisnina finnur þú ekki í fantasíunni sem slíkri, segir Zizek. Fant-
asían felur ekki í sér frestun á gildistöku Laganna eða uppreisn gegn
þeim. Fantasían fjallar einmitt oft um það hvernig Lögin urðu tdl, hvern-
ig hugveran gekkst undir táknræna geldingu og gekk inn í hina táknrænu
reglu föðurins. Helgisiðimir og endurtekningarnar sem einkenna hina
afbrigðilegu fantasíu eru umgjörð um sömu söguna sem er alltaf verið að
segja. Það er verið að sviðsetja geldinguna, hinn upprunalega missi og
sektarkenndin sem augnaráð Laganna vekur undirstrikar hrollinn og er
jafnvel aðalmál fantasíunnar. Hjá þeim „eðlilega“ eru Lögin sá/það sem
boðar og bannar og kemur reglu á það hver má girnast hvern. Lögin eru
viðurkennd. Þetta er til dæmis viðtekið í hinni „eðlilegu“ þvinguðu
gagnkynhneigð sem Judith Butler talaði um en hún snýr þessu við og
segir hana „óeðlilega“ af því að hún byggist á útilokun og afneitun, sé af-
leidd og afrit þar sem frumritið sé týnt.47
Sá afbrigðilegi, segir Zizek, beygir sig ekki undir Lögin og sættir sig
við að hann getur hvorki átt fallosinn né verið hann. Hann þráir Lögin.
Lögin eru það upphafha, gallalausa fyrirbæri sem hann vill að viðurkenni
sig, hann vill vera tekinn inn í þau, eiga þau og vera þau. Við sjáum þessa
afbrigðilegu fantasíu til dæmis birtast í hinum fjölmörgu „synda-
fallsmýtum“ menningarinnar þar sem tíundað er hvernig og hvenær ein-
hver pólitísk hugmyndaffæði eða söguleg þróun sveigði af réttri leið.
47 Butler: 1992, 312-316.
55