Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 17
Ástráður Eysteinsson
Háskóli, menning og menntamenn
I
Hver er menningarstefna Háskóla íslands? Þegar háskólakennari úr hug-
vísindageiranum, nánar tiltekið bókmenntafræðikennari, veltir þessari
spumingu f\TÍr sér gæti verið freistandi að finna að skorti á rannsóknum
hinna fögru lista á vegum skólans, einkum þeirrar listgreinar sem löng-
um hefur þótt rísa hæst hérlendis og veita Islendingum menningarlega
sérstöðu, þ.e.a.s. ritlistarinnar. I tengslum við skólann er að vísu starfandi
handritastofhun, en sárvantar ekki viðlíka stofhun í rannsóknum á bók-
menntum síðari alda sem og á rithst í víðum skilningi? Bókmenntaffæði-
stoftiun Háskóla Islands er vart nema vísir að sfiku rannsóknasetri.
En ég veit að ég kemst ekki upp með þennan þrönga skilning á menn-
ingarhugtakinu hér, enda er hann ekki ýkja ffjór eða líklegur til að vekja
gagnlegar umræður. I þessu samhengi er hann m.a. um of tengdur
ákveðnum hagsmunum og ég lít svo á að eiginleg menning fehst oftar en
ekki í viðleitni til að spoma gegn hagsmunapoti.
Mér er jafnframt fullljóst að „menning“ getur, á góðum degi, merkt
næstum hvað sem er, hverskonar mannlegar aðstæður og athafnir, og at-
hafnaleysi. Þetta víðfeðmi setur mark sitt á hið þverfaglega svið sem kall-
að er menningarfræði. Eg mun ekki reyna að lýsa þvi sviði hér,1 heldur
spyTja, í anda þess, um menningartengsl háskóla og samfélagsins utan
1 Sjá slíka umtjöllun í grein minni .„Menningarfræði í ljósi bókmennta. Hugsað um
„nýtt“ rannsóknasvið", Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan
1999, bls. 430-449. Sú grein birtist fyrst í ráðstefnuritinu Millihimins ogjarðar. Mað-
ur, guð og menning íhnotskum hugvísinda. ritstj. Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson
og Torfi H. Tulinius. Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997, bls. 21—11.
!5