Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 143
A GRÆNUM GRUNDUM LÆTUR HANN MIG HVILAST
mjög athyglisverðu hlutverld í kvikmjmdum og hefur við það undirgeng-
ist ákvTeðna aðlögun.23 Orðið hefur holdgast24 á nýjan og ferskan hátt í
áhrifamesta miðh og hstformi 20. aldar.
Það er því forvitnilegt að bera saman notkun kvákmyndagerðarmanna
á Sálmi 23 og túlkun gamlatestamentisfræðinga á honum. Umþöllun
mín hér er hugsuð sem samanburðargreining á svo ólíkum miðlum: ' sem
kvdkmyndum og skýringaritum biblíufræðinga. Fljótt á litið virðast þess-
ir miðlar eiga fátt sameiginlegt. I báðum tilfellum er þó yfirleitt um að
ræða túlkun á texta. Oft hafa biblíufræðingar líka sært hina trúuðu
biblíulesendur með þvd að sýna fram á allt aðra merkingu en þá viðteknu
og hefðbundnu á svipaðan hátt og gjarnan verið kvartað undan ‘tryggð-
arrofi’26 er skáldsögur hafa verið kvdkmyndaðar.
Raunar kemur á daginn að flestar túlkanir biblíuskýrendanna eiga sér
einhverjar hhðstæður innan kvikmyndanna en áherslurnar eru óneitan-
lega aðrar og í sumum tilfellum eru hliðstæður einfaldlega ekki fýrir
hendi. Það sem er ríkjandi í notkun sálmsins í kvikmyndum, þ.e. tengsl
hans við dauðann, telja flestir gamlatestamentisfræðingar að ekki eigi sér
rætur í hinum upphaflega skilningi á sálminum. Sama er að segja um
notkun sálmsins í stríðsmyndum. Ríkjandi túlkanir í biblíufræðunum,
eins og tengsl sálmsins við exodus-minnið, musterið og konunginn,
reynast á hinn bóginn ekki fýrirferðarmiklar í kvikmyndum. Hins vegar
eru flestir sammála um að aðal merking sálmsins sé sú að vemd og hand-
leiðslu Guðs megi treysta við allar aðstæður og því er ekki óeðlilegt að
dauðinn sé tengdur þeirri trú, ekki síst þegar sálmurinn er lesinn í ljósi
orða Jesú um góða hirðinn sem leggur líf sitt í sölumar fýrir sauðina Qó-
hannesarguðspjall 10. kafli). Hvað sem öllu þessu líður er a.m.k. Ijóst að
Sálmur 23 er óvenjulega skemmtilegt dæmi um fjölbreytilega notkun
biblíutexta í kvikmyndum. Sú fjölbreytni getur vel orðið til þess að veita
biblíufræðingum nýja sýn á sálminn og opna augu þeirra fýrir því að
‘framhaldslíf biblíutextanna, viðtökur þeirra eða áhrifasaga, ekki aðeins
23 Sjá ítarlega umfjöllun um kvikmyndaaðlaganir í Ritinu: 1/2001. Tímariti Hugvísinda-
stofhunar.
24 Jóhannsarguðspjall 1:14.
25 Sbr. Guðni Eh'sson, Farandskuggar á tjaldi. Kvikmyndaaðlaganir. Ritið 1/2001. Tíma-
rit Huguísindastofunar, bls. 77-98, einkum bls. 78.
26 Sjá athyglisverða umfjöllun í grein B. Mckarlane. Frá skáldsögu til kvikmyndar.
Kvikmyndaaðlaganir. Ritið 1/2001. Tímarit Hugvísindastofunar, bls. 113-148, einkum
bls. 120-121.