Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 97
MENNING ER MATTUR
Á þessum grundvelli setti Bourdieu sér tvö markmið: Að sýna fram á
hvemig raunveruleg stéttaskipting samfélagsins er náttúrugerð og þannig
látið líta svo út að hún sé eðlileg, og að sýna ffam á hvemig hún verður
hluti af sjálfsmynd og líkamningu hvers þess sem tilheyrir tilteknu samfé-
lagi. Þessum markmiðum reynir Bourdieu svo að ná í kenningu sinni um
athafnir, eða atbeina (e. practice/praxis, agency). Sú kenning snýst um að
sýna ffam á hvernig við sem meðhmir í ákveðnum félagshópum, stétt til
dæmis, tökum á okkur ákveðna hegðun, ákveðinn Kkamsburð, ákveðið
mataræði, ákveðið lífsmynstur, ákveðnar athafhir, ákveðna sjálfsmynd,
ákveðnar hugmyndir. Allt em þetta mögulegar auðlindir, segir Bourdieu,
sem fólk notfærir sér til þess að ná markmiðum sínum í lífinu, en máhð er
að öll þessi sérkenni em undirorpin gildismati sem sjálft er byggt á stétta-
skiptingu og ójöfhuði samfélagsins. Þannig er ákveðinn líkamsburður og
ákveðið útht, karlmannlegt og kraftalegt, hugsanlega ákveðinn kostur fyr-
ir þá karlmenn sem tilheyra stétt verkamanna og til þess fallinn að gefa
þeim ákveðna stöðu meðal stéttarbræðra sinna. Á sama tíma er litið nið-
ur á þennan líkamsburð í milli- og yfirstéttumun og með því að tileinka
sér hann er maður af verkalýðsstétt að velja sér í raun þá stöðu sem hon-
um stendur helst til boða. Það val stuðlar um leið að viðhaldi félagsgerð-
arinnar, og það þó það Kti út fýrir að maðurinn sé að vinna að eigin ff am-
gangi (sjá Dirks, Eley og Ortner 1994 bls.15-16).
Hér kemur hugtakið „vald“ óhjákvæmilega til sögunnar, en það hefur
kannski öðram hugtökum frekar öðlast lykilstöðu í mannffæði síðustu
ára. I mannffæði, eins og svo víða annars staðar, er hugtakið undir mikl-
um áhrifum ffá Michel Foucault (1978; 1980). Skrif Foucaults um vald
em auðvitað mörg og flókin og hér verða aðeins tiltekin þau atriði sem
skipta máli fyrir þá hugsun um menninguna sem hér er til umfjöllunar.
I fýrsta lagi leggur Foucault (1980) áherslu á það í skrifum sínum að
vald, raunvemlegt vald, felist ekki nema að litlu leyti í valdbeitingu.
Megininntak þess, kynngikraftur þess, felst í þekkingu, í ffamleiðslu
þekkingar, í því að skapa merkingarheima, í því að búa til raunveruleik-
ann (Foucault 1978; sjá Dirks, Eley og Ormer 1994 bls. 5). Þessi sýn á
vald fellur mjög vel við þá mannfræðilegu hugmynd að menning sé
merking, ákveðin sýn á heiminn, ákveðin leið til þess að skilja eða jafii-
vel skapa veruleikann, og að menning og merking séu afstæð fýrirbæri,
sértæk, ekki hin sömu alls staðar. Samkvæmt Foucault er þannig öll
menning, öll merking, í sjálfu sér vald og því pólitísk. Menning er mátt-
95