Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 187
MENNINGARFRÆÐI OG KENNINGAARFUR HENNAR
kenningu þveröfugt. Hvergi í bandarískri menningarfræði má halda því
íram að við séum ekki fær um að skoða vald ffæðilega og eins og okkur
lystir og sömuleiðis pólitík, kynþættd, stéttir og kyn, undirokun, drotm-
un, útilokun, afskiptni, annarleika og svo framvegis. Það er næstum ekk-
ert í menningarfræði sem ekki er gert ffæðilegt með þessum hætti. Og
samt er alltaf þessi nagandi efi um að hin yfirþyrmandi textavæðing
menningarffæðinnar og orðræðu hennar geri vald og pólitík eingöngu að
vanda máls og texta. Þetta er auðvitað ekki sama og að segja að ég haldi
ekki að spumingar um vald og pófitík búi ekki alltaf í birtingarformun-
tun, að þær séu alltaf orðræðubundnar spumingar. Engu að síður em
leiðir til að gera grein fyrir valdi sem auðfljótandi táknmynd sem sviptir
hina óhefluðu ffamkvæmd og tengsl valds og menningar merkingu. Þetta
finnst mér bjóða hættunni heim í stofnanavæðingu menningarfræði inn-
an hins fágaða, mjög svo vandaða og ágætlega fjármagnaða fagumhverfi
bandarísks háskólah'fs. Það hefur ekkert að gera með menningarfræði
sem svipar meira til breskrar menningarffæði og sem ég held að sé svik-
inn og innantómur málstaður og tilgangslaust að halda honum á lofti. Eg
hef lagt mig ffam um að tala ekki um fortíðina í þeim tilgangi að vera
með löggæslueffirlit gagnvart nútíðinni og framtíðinni. En úr þessari frá-
sögn um fortíðina sem ég hef byggt upp, langar mig að endingu að draga
nokkum lærdóm um mín eigin verk og kannski um einhver verka ykkar.
Eg sný mér aftur að þeirri dauðans alvöru sem fræðistörf eru. Þau eru
stórkostlega alvarlegt mál. Eg sný mér aftur að hinum gagnrýna greinar-
mun á fræðistörfum og háskólastörfum: slík störf skarast, rekast á og
nærast hvert á öðru. Annað gerir manni kleift að vinna hitt. En ffæðistörf
og háskólastörf eru ekki eitt og hið sama. Eg sný mér aftur að erfiðleik-
um þess að setja á fót ósvikna menningarlega og gagnrýna iðju sem á að
geta af sér einhverskonar lífræna, vitsmunalega, pólitíska vinnu og sem
reynir ekki að skrá sig inn á einhverja alltumfaðmandi yfirfrásögn upp-
safnaðrar þekkingar innan stofnana. Eg sný mér aftur að fræðikenningu
og pólitík og pólitík kenninga. Ekki að kenningu sem viljanum til sann-
leika heldur að kenningu sem flokki þekkingarheilda, umdeildra, stað-
bundinna og samsettra sem nauðsynlegt er að ræða um með hættd sam-
ræðunnar. Heldur einnig sem iðju sem er sér ævinlega meðvituð um
innígrip sitt í heim þar sem hún mundi hafa einhver áhrif, þar sem eitt-
hvrað mundi leiða af henni. Að lokum sem iðju sem fæli í sér skilning á
fræðilegri hógværð. Eg held að á því sé eins mikill munur og hugsast get-
i85