Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 183
MENNINGARFRÆÐI OG KENNINGAARFUR HENNAR
hlýtur hér eftir að miða við. Myndhverfing orðræðunnar, textans, setur
fram hina nauðsynlegu töf, hhðsetningu, sem er, að ég held, alltaf inni-
falin í menningarhugtakinu. Ef maður vinnur við menningu, eða hafi
maður reynt að vinna að einhverju öðru sem manni finnst mjög mikil-
vægt og dregst um leið aftur að menningunni, ef svo vill til að það sé
menning sem grípur sál manns heljartökum, þá hlýtur maður að skilja að
í vinnu sinni verður hann ævinlega staddur á hliðsettu svæði. Það sem
miðlar menningunni er alltaf í einhverjum skilningi afiniðjað, tungumál,
texti, táknun og því tekst alltaf að flýja og forðast tilraunir til að láta
tengja sig beint og millihðalaust við annað. Og þó má á sama tíma alltaf
finna skugga, merki eða spor annarra ffamsetninga, samtvinnun textanna
þar sem þeir eru staðsettir í stofuunum, textar sem uppspretta valds, texti
sem staðsetning birtingar og viðnáms, engar slíkar spumingar er hægt að
aftná úr menningarfræði.
Spumingin er hvað gerist þegar svið eins og það sem ég hef verið að
reyna að lýsa á sundurlausan og ósamfelldan hátt og með frammígripum,
er stöðugt að leita í nýjar áttir og reynir jafnvel að þróa sjálft sig eins og
einhverskonar samhangandi fræðilega íhlutun, en það er skilgreint sem
pólitískt verkefni. Eða, ef maður snýr spurningunni við, hvað gerist þeg-
ar akademísk og fræðileg ffamkvæmd reynir að fara út í kennsluffæði
sem stofriar til virkrar þátttöku einstaklinga og hópa, sem reynir að hafa
áhrif í stofnanaheiminum þar sem hún er staðsett? Þetta em sérlega erf-
ið úrlausnarefni því að ætlast er til þess af okkur að við segjum ‘já’ og ‘nei’
á sama tíma. Þau krefjast þess af okkur að við gemm ráð fýrir að menn-
ingin starfi alltaf í gegnum texta sína - og á sama tíma að texti sé aldrei
nóg. En aldrei nóg af hverju? Aldrei nóg fýrir hvað? Það er gríðarlega
erfitt að svara þessari spumingu þvd að það hefur verið ómögulegt, heim-
spekilega, að finna eitthvað innan menningarfræðinnar sem ffæðigreinar
sem líkist fullnægjandi ffæðilegri greinargerð fýrir tengslum menningar-
innar og áhrifum þeirra og þá skiptir engu hvort litið er á hana útfrá texta
og textasamhengi eða textatengslum eða í hinum sögulegu myndunum
þar sem menningarleg iðja býr. Engu að síður ætla ég að halda mig við
það að þar til og svo ffamarlega sem menningarfræðin lærir að lifa með
þessari togstreitu, togstreitu sem öll textaiðja verður að gera ráð fýrir -
togstreitu sem Said lýsir sem rannsókn á texta í tengslum sínum við
„stofnanir, skrifstofur, umboð, stéttir, háskólastofnanir, fýrirtæki, hópa,
hugmyndafræðilega skilgreinda flokka og starfssvið, þjóðir, kynþætti og
181