Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 160
HENRY GIROUX, DA\TO SHUMWAY, PAUL SMITH OG JAMES SOSNOSKI
Það væri rangt að líta svo á að þverfaglegar greinar hafi orðið að láta
af gagnrýnishlutverki sínu vegna pólitískrar kúgunar. Þar sem pólitískar
skoðanir fræðimanns eru ekki taldar koma vinnu hans í sínu fagi við, er
allt tal og vangaveltur um pólitískar eða félagslegar spurningar álitið
óviðkomandi faglegum rannsóknum á menningu. Það kemur skýrast
fram í þeim kennsluaðferðum sem notaðar eru í hefðbundnum greinmn
hve erfitt er að taka tillit til sögulegs samhengis og félagslegra þátta.
Gallar á hefóbundnum röksemdum fyrir rannsóknum á menningu
Almennt séð eru grunnforsendur hefðbundinnar húmanískrar menntun-
ar þær að hún veiti nemendum aðgang að hafsjó menningarlegra verð-
mæta sem saman myndi safn viðurkenndra texta. Slíkt safn er auðvitað
ffernur lauslega skilgreint að því leyti að það getur innihaldið og viður-
kennt undantekningar og tyrfin viðfangsefni; sem hugtakasafn getur það
ekki sleppt neinu sem hefur eitthvert gildi. Gildismatið sein undir liggur
sveiflast í takt við hugmyndafræðilegar þarfir - sjáið bara hversu öruggir
í sessi viðurkenndir textar kvennafræði og jafnvel bókmenntaffæði eru
orðnir á leslistum sumra háskóla. En á sama tíma hefur alltaf verið til
„fastur staðall“ (e. „gold standard“) sem hefur haldið þessum tíma-
bundnu gildishækkunum og sveiflum í skefjum. Nú fyrir skemmstu gerði
formaður National Endowment for the Humanities, William Bennett,
sérstaka könnun til að leiða í ljós hvaða bækur „hægt væri með réttu að
ætlast til“ að hver ffamhaldsskólanemi hafi lesið áður en hann útskrifast.
Bókalistinn, þrjátíu bækur alls, hafði að geyma allt frá Ríkinu eftir Plató,
verk eftir Virgil, Chaucer, Dickens og Tolstoy til Bjargvœttarins í Gras-
inu.u Bækur þessar og höfundar þeirra eru fastur mælikvarði á ákveðin
menningarleg gildi sem hin húmanísku ffæði og afurðir þeirra eru met-
in eftir. Með því að þekkja vel fastan kjarna úr þessu safni hefðarinnar er
sagt að nemendur geti tileinkað sér gildi hennar og jafnvel yfirfært þá á
hluta hennar sem liggja nær jaðrinum og eru skammvinnari. Síðast en
ekki síst, myndu nemendur hafa aðgang að auðæfum sem hafa „mann-
bætandi“ áhrif; áhrif sem þó eru hluti þess gildismats sem skapaði þessi
auðæfi mannkyni til handa.
Sú mikilvæga spurning hvernig vinna megi að þessu verkefni mann-
legra fræða á hugmyndafræðilegum forsendum og hvernig það tengist í
13 Sjá New York Times, 13. ágúst, 1984, bls. 7. Maður furðar sig á ástæðum þess að
Kommúmstaávarpið er haft með á þessum lista viðurkenndra rita. Er það merki um
ofsóknaræði eða ofurvarkárni frjálslyndra, nema hvort tveggja sé?
158