Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 120
GAUTI SIGÞORSSON
ástæðum. Skólar veittu þjálfun og tryggðu ákvæðna hæfni sem nýttist á
atvinnumarkaðinum, hvort sem um var að ræða handverk, stærðfræði
eða ritlipurð. Sjálfsmynd borgaralegu fjölsk\Tldunnar var sú að í faðmi
hennar gætu einstaklingar notið frelsis, sjálfstæðis og ástar (bæði makar
og foreldrar og börn - einkalífs í nútímaskilningi). En fjölskyldan gegndi
einnig efnahagslegu hlutverki sem stangaðist á við þessa sjálfsmynd: Líkt
og Hegel bendir á í réttarheimspeki sinni, miðlar þölsk)ddan á milli ein-
staklings og efnahagslífs, í henni koma saman barneigTiir, uppeldi og
eignasöfnun sem skilar sér í því að börnin vaxa úr grasi, stofna eigin þöl-
skyldur, og erfa loks bú foreldranna.26 Hugsjónin um menntun sem rækt-
un einstaklingsins og takmark í sjálffi sér stangaðist á við þá kröfu að
menntaður borgari verði gjaldgengur á vinnumarkaði. Menntnn, í þeim
skilningi að lögð væri rækt við manneskjuna og þroska hennar, fór sam-
an við þjálfun, sem skilaði sér í starfstengdri hæfni og jafhvel sérhæf-
ingu.2' Þessi hugsjón um þroska og sameiginlegan framgang samfélags-
ins í átt til sífellt meiri siðmenningar er grundvöllur þeirrar
þroska-frjálshyggju sem John Stuart Mill heldur ffam í Frelsinu, svo enn
skýrara dæmi sé nefht.28 Það sem Hegel virðist samt sjá betur en Mill er
að sjálfs-rækt er alltaf tengd sjálfs-þurftum sem uppfýlltar eru með vinnu.
Hér æda ég ekki að gerast kaldhæðinn og gera grín að fánýti mann-
ræktarhugsjóna andspænis kröfum vinnumarkaðarins, né vil ég halda því
ffam að atvinnumarkaðurinn svívirði manngildið með því að meta tækni-
lega hæfni meira en víðsýni og gagnrýna hugsun. Þess í stað vil ég benda
á sögulegt afstæði tengslanna milli menntastofnana og atvinnulífs. Há-
skólar í þeirri margvíslegu mynd sem við þekkjum í dag eru afurð þess-
arar óstöðugu sambúðar mannræktar- og tæknigildis sem evrópsk borg-
arastétt kom á þegar hún lagði gömlu presta- og lagaskólana undir sig,
gerði læknisfræði að vísindum og hámenningu sína að verðmætri vest-
26 Georg W.F. Hegel 1821. Elements of the Philosophy of Right [Grundlinien der Philosop-
hie desRecths]. Allen W. Wood, ritstj. Cambridge, MA, Cambridge University Press,
1991, §173-181.
27 Jiirgen Habermas 1962. The Stnictural Transformation of the Puhlic Sphere [Stniktnr-
wandelder OJfentlichkeit]. Thomas Burger, þýð., Cambridge, MA, AIIT Press, 1989,
bls. 43-51.
28 John Stuart Mill 1859. On Liberty. Harmondsworth, Penguin, 1974, sjá einkum 3.
kafla. Um þroska-frjálshyggju (developmental liberalism), aðgreinda frá eigna-
frjálshyggju (possessive individualism). Sjá C.B. Macpherson 1985. „Pluralism, Ind-
ividualism and Participation," í The Rise and Fall of Economic Jnstice and Other Papers.
Oxford: Oxford University Press, bls. 92-100.
118
<