Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 76
BIRNA BJARNADOTTIR
listaverkshis, en slíkar hugmyndir eru eklci taldar ná að skýra þekkingarsvið
bókmennta. .\hersla menningarfræðilegrar listgagnrýni nrðist í stuttu
máli síður bundin bókmenntaverkinu sja'lfn en þekkingarsviði þess og er hér
um mögulegt lykilatriði að ræða fyrir áhugafólk um afdrif fagurfræði á
tímum menningarfræða.
Þetta ætti ekki að koma á óvart. Líkt og minnst hefur verið á, leggur
eiginleg menningarfræði öðru fremur áherslu á hið menningarfélags-
lega svið. En hvað þýðir þetta, sé spurt um greiningu á fagurbókmennt-
um? Til að nálgast þetta atriði betur er ekki úr vegi að skoða gagnrýni
franska fræðimannsins Pierres Bourdieus (1930-2002), en hann er einn
þeirra sem hefur gagnrýnt fræðilega nálgun fagurbókmennta. I bók hans
Reglur listarinnar. Uppnmi og formgerð bókmenntasviðsins má greina
djúpstæða gagnrýni hans á þá bókmenntatúlkun sem fúlsar við sögulegu
og félagslegu samhengi bókmennta, hvort heldur þegar kemur að ritun
þeirra eða viðtöku.11 Líkt og gildir um marga fræðimenn, þó nokkur
skáld og ýmsa rithöfunda síðari tíma, gleypir Bourdieu ekki við hráum
arfi eiginlegrar fagurfræði. Gagnrýnin viðhorf til ríkjandi hugmynda-
fræði og fagurfræði á Vesturlöndum eru ekki heldur múlbundin menn-
ingarfræðingum samtímans. Hugmyndir Baudrillards sverja sig hins
vegar í ætt við þær menningarfræðilegu hugmyndir sem hér hafa verið
reifaðar: I hans huga verðum við að fórna trúnni á hreinan áhuga hins
hreina forms til að geta öðlast skilning á því félagslega gangvirki sem býr
bókmenntasviðinu að baki. Hið sama gildir um hinn hreina lestur, sem
að mati Bourdieus er einnig „skapaður“ á sviði menningarlegrar ffam-
leiðslu. Aðalpersónurnar á þessu sviði eru ekki aðeins tengdar stofnun-
um, heldur sjálfar stofnanir: Rithöfundar, gagnrýnendur og það sem
Bourdieu kallar atvinnulesendur.
Það sem er til ráða, að mati Bourdieus, er efdrfarandi: Við verðum að
rjúfa þennan vítahring með því að segja skilið við stofnanabundnin skrif
og lestur. Og það gerum við með því að segja skilið við túlkunarhefðina,
sem byggir að stórum hluta á arfi eiginlegrar fagurffæði. En hvernig ger-
um við það? Við verðum að þræða oklcur í gegnum gjörvalla sögu fram-
leiðslusviðsins - þá sem hefur framleitt rithöfundinn (sem Bourdieu
kallar framleiðandann), lesandann (sem hann kallar neytandann), bók-
menntirnar (sem hann kallar vöruna) og þar með greinandann - í og með
11 Pierre Bourdieu: The Rnles of Art [1992], þýð. Susan Emanuel, Stanford: Stanford
California Press 1996.