Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 73
SKAPANDI DAUÐASTRIÐ?
leiðingin sýnileg: Ýmsir lykilþættir í menningarmótun einstaklinga og
þjóðfélagshópa hafa þar með verið sniðgengnir.4
Hér verður ekki haldið kerfisbundið út í þá lagskiptingu sem kennd er
við há- og lágmenningu. Það sem skiptir máli fyrir umfjöllun þessarar
greinar er að á tímum eiginlegrar menningarfræði virðist fagurfræði oft-
ar en ekld skilgreind sem þáttur í hámenningarlegu forræði, úr tengslum
við ýmsa lykilþætti í menningarmótun einstaklinga og þjóðfélagshópa, ef
ekki hversdagslífið sjálft. I kjölfarið má hins vegar spyæja hvort menning-
arfræðin hafi sofnað á verðinum, fagurfræðilega séð.
Víst er að menningarfræðileg gagnrýni beinist ekki einvörðungu að
hámenningu og menningarlegu forræði hennar. Menningarfræðin
gagnrýnir kröftuglega hvemig framleiðsluhættir, fjölmiðlar og neyslu-
mynstur hins kapítafiska hagkerfis beina einstakhngum inn á þrönga bása
þar sem erfitt er um vik að skapa sér önnur lífsgildi en þau sem eru
fjöldaffamleidd.5 Engu að síður halda sumir menningarfræðingar áfram
að hamra á menningarlegu forræði vestrænnar fagurfræði/hámenningar,
og það á tímum þegar menningarlegt forræði þrífst nánast alfarið á fag-
urfrœði markaðarins (sem er arfur hins kapítalíska hagkerfis).6 Þvert á út-
breiddar hugmyndir menningarfræðinnar kunna fagurbókmenntir að
standa einstakfingnum og hversdagsfifi hans nær en básalíf fjöldafram-
leiddra gilda, tálkomið vegna alræðis fagurffæði markaðarins. Gagnrým
menningarffæðinnar á fagurffæði „æðri“ bókmennta kann sömuleiðis að
vera úr samhengi við þróun og möguleika fagurbókmennta síðari tíma.
Hafi nútímalist komið varanlegu róti á farveg eiginlegrar fagurffæði, má
4 Astráður Eysteinsson: ,„Menningarfræði í ljósi bókmennta. Hugsað um „nyrtt“ rann-
sóknasvið“, Umbrot. Bókmenntir ognútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan 1999, s. 436.
5 Hér kemur franski fræðimaðurinn Jean Baudrillard upp í hugann, en hann hefur
gengið lengra en flestir menningarfræðingar samtímans í greiningu sinni á þeim
veruleika, eða öllu heldur skorti á raunveruleika, sem hið kapítalíska hagkerfi Vest-
urlandabúa hefur skapað. Hann hefur hka verið kallaður hinsegin spámaður í eyði-
mörk venileikans. Sjá: Frá eftirlíkingn til eyðimerkur, ritstj. Geir Svansson, Reykja-
vík: Bjamir og ReykjavíkurAkademían 2000. Olíkt því sem margir halda, hefur
Baudrillard ekld sagt skilið við möguleika bókmennta og túlkunar í glímunni við
raunveruleikann. I því efni minnir hann kannski á annað skáld eyðimerkurinnar, eða
sjálfan Dante. Sjá Bimu Bjamadóttur: „I réttarsalnum með Jean Baudrillard. Hug-
leiðing í skugga aldamóta“, Kistan, www.ldstan.is, júní 1999 og Guiseppe Mazzotta:
Dante, Poet of the Desert, Princeton: Princeton University Press 1979.
6 Hér verður ekki fjallað sérstaklega um fagurfræði markaðarins. Um hana má fræðast
í erindi Guðbergs Bergssonar „Fagurfræði fylgir anda samtímans", Hvað rís úr djúp-
inu? Guðbergur Bergsson sjötugur, s. 41-47.
71