Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 91
MENNING ER MATTUR
hnography sem segir margt um skilaboð hennar. Þau eru kannski helst sú
að etnógrafía - löngum meginuppistaða mannfræðinnar en nú einnig
hluti af félagsfræði, menningarfræði og sagnfræði - sé ekki einhvers kon-
ar bein lýsing á sjálfstæðum raunveruleika heldur sé hún óhjákvæmilega
skilyrt (Clifford 1986, bls. 6). I íyrsta lagi þá er etnógrafía í eðli sínu bók-
menntir. Það er að segja, í etnógrafíu er beitt ýmiss konar stílbrögðum í
þeim tilgangi að segja ákveðna sögu. I öðru lagi þá er etnógrafía skilyrt
vegna þess að h\in er skrifuð innan ákveðinna stofhana - oftast háskóla -
jafhvel gegn ákveðnum hefðum og ffæðigreinum, og fýrir ákveðinn hóp
lesenda. I þriðja lagi er emógrafía sérstakt bókmenntaform, aðgreinanleg
ffá formi skáldsögunnar og ferðasögtmnar, svo dæmi sé tekið, og lýtur
sem slík ákveðnum lögmálum. I fjórða lagi er etnógrafían pólitískt skil-
yrt, rétturinn og kennivaldið til þess að lýsa og skýra ákveðna menning-
arheima er ekki öllum gefinn. Hér skiptir máli að mannfræðin varð til
sem ffæðigrein á Vesturlöndum á tíma nýlendustefnunnar og lengi ffam-
an af gerðu mannfræðingar stóran hluta af sínum rannsóknum í nýlend-
unum. Hluti af því rannsóknarferli var að gera skýran greinarmun á
mannfræðingnum og samfélagi hans, og heimi hinna „innfæddu“ (sjá
Asad 1973). Þó þeir dagar séu nú liðnir þá virðist sem mannfræðin hafi
sem fyrr tilhneigingu til að leita „hinna“, þeirra sem eru ólíkir „okkur“,
eins og Abu-Lughod (1991) bendir á. Það sem sagt er gera „þá“ ólíka
„okkur“ er svo menningin, það að „þeir“ búi við aðra menningu en „við“.
Þessi hugmynd hefur tekið sér bólstað í almennri umræðu.
Hvað er að þessari hugmynd? Felst ekki í henni ákveðinn sigur fyrir
mannfræðina nú þegar skilningur hennar á menningu hefur áhrif á al-
menna umræðu? I inngangi sínum að Writing Culture, sem hann kallar
„Partial Truths“, minnir James Clifford (1986) á það að grundvöllur
etnógrafískra skrifa er gjarnan vettvangsathugun, oftast nær á framandi
og fjarlægum stöðum, sem samkvæmt mannfræðilegri hefð, skal standa
yfir í að minnsta kosti ár. Eins og allir mannfræðingar vita þá er reynsl-
an á vettvangi óhjákvæmilega ruglandi, framandi, misvísandi. Þess er þó
krafist að úr þessari reynslu skrifi mannfræðingurinn, svo sem lögmál
ffæðigreinarinnar gera ráð fyrir, heilsteyptar lýsingar af framandi menn-
ingarheimum. Þetta er mögulegt, segir Clifford, vegna þess að mann-
fræðingurinn velur og hafnar efni eftir því sem það fellur að þeirri fræði-
legu og pólitísku skilyrðingu sem emógrafísk skrif eru háð á hverjum
tíma og hverjum stað. Því hefur t.d. verið haldið fram (Asad 1973; Clif-
89