Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 93
MENNING ER MATTUR
flutningi Sambandslaganefndar sem vísað var til í upphafi. íslensk menn-
ing er menning þjóðarinnar, hún er í grundvallaratriðum menningin sem
hér var við lýði eftdr landnám og hún er aðskilin frá og ólík öðrum menn-
ingum. A þessum grundvelh og í nafni þjóðarinnar krefst Nefirdin sjálf-
stæðis Islands.
Bókin Writing Culture vakti miklar umræður innan mannffæðinnar og
standa þær í raun enn yfir (febrúarhefd hins virta mannffæðitímarits
Cnrrent Antbropology árið 1999 var t.d. helgað umræðum um „menn-
ingu“; sjá einnig Abu-Lughod 1991; Carrithers 1990; Gísli Pálsson 1993
og 1995; Ingold 1993; Spencer 1989). Varanlegar afleiðingar bókar Cliff-
ords og Marcus eru þær að mannfræðingar sjá sér ekki lengur fært að
skrifa af sama bamalega og bjartsýna sakleysi sem stundum fýrr. Þeir em
nú í sífellu minntir á skilyrðingu og hugsanlegar afleiðingar skrifa sinna.
Spyrja má hvort Cfifford og Marcus hafi sjálfir verið nógu opnir gagn-
vart skilyrðingu og hugsanlegum afleiðingum skrifa sinna. Abu-Lughod
(1991) bendir á að þegar mannffæðingar tala um menningu þá séu þeir
óhjákvæmilega að tala um mismun milli hópa fólks, þeir séu að tala um
það sem skilur einn hóp af fólki frá öðmm. Það er þessi tilhneiging sem
Clifford og Marcus vilja afbyggja. Abu-Lughod bætir við að hugmyndin
um menningu \rsi ekki bara í mismun, heldur fefist í hugtakinu og notk-
un þess ákveðið valdaójafnvægi. Mannffæðin er vestræn ffæðigrein sem
varð til á nýlendutímanum og gerði það að helsta viðfangseftii sínu að
rannsaka samfélög utan hins vestræna heims sem þá vom gjaman sett
skörinni lægra en samfélag mannfræðinganna. I afbyggingu sinni, eins og
Abu-Lughod (1991) bendir á, beita þeir Clifford og Marcus hugmynd-
um og málfari ansi háfleygrar heimspeki. Þetta, segir Abu-Lughod
(1991), er tegund úmalshyggju, sem felur í sér sínar hættur. Þannig má
vel vera að afbygging etnógrafi'unnar stuðli að því að grafa undan hug-
mvndinni um menningarlegan mismun en úrvalshyggjan sem í afbygg-
ingunni felst getur fest í sessi annan mismun, milli þeirra sem hafa að-
gang að og skilja afbyggingyma annars vegar og hins vegar þeirra sem
skilja hana ekki. Sá mismunur felur einnig í sér valdaójafnvægi (Abu-
Lughod 1991). Það er því kannski ekki tilviljun að nær allir þeir sem
ffemstir hafa farið í afbyggingunni em virðulegir prófessorar við mikils-
virta háskóla (Abu-Lughod 1991).
Því má einnig halda ffam að í þeirri hugmynd að menning, íslensk
menning til dæmis, sé sköpunarverk fræðimanna en ekki Islendinga,
9i