Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 121
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
rænni „arfleifð“, svo ekki sé minnst á útflutningsvöru til nýlendanna.29
Mannrækt og atvinna verða ekki svo auðveldlega aðskilin í háskólum.
Eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar gildir hið sama um mínar eig-
in aðstæður - það er ekki hægt að skilja hugsun (þ.m.t. hugmyndir, hug-
tök, innsýn, o.s.frv.) frá efitislegum, stofnanalegum og tæknilegum að-
stæðum og daglegri praxís fræðimanna og kennara. Fræðigreinar eru
stvndaðar í kennslustofum, samræðum, í fyrirlestrasölum og á ritstjómar-
fundum támarita og bókaútgáfa.
Sú ástundun sem ég þekki af eigin reynslu úr menningarffæðiskor og
enskuskor jVIinnesotaháskóla er nokkuð ólík minningum Raymonds
W'ilhams um kvöldskóla og fullorðinsffæðslu. Sá munur sem mér þykir
kannski mest áberandi er tilraun hans til að tengja menningarfræði sem
slíka eingöngu við ræktun virkra borgara, við gagnrýna hugsun, ffóðleiks-
þorsta og persónulegan þroska, án þess að horfa á nauðsynleg tengsl
hennar við það tæknilega og fjárhagslega gildismat sem stýrir háskóla-
rekstri og vah nemenda á námsgreinum, gildismat sem setur hæfni ofar
þroska. Þessa greiningu fæ ég að hluta til að láni úr bók Bill Readings The
University in Rnins (1996), um ástand hugvísinda í bandarískum háskól-
um á 10. áratugnum. Hann bendir á að háskólar hafi orðið að þjálfunar-
stofnunum í síauknum mæh á áratugunum eftir seinna stríð. Þegar há-
skólanám varð aðgengilegt almenningi tók hlutverk þess að sveigjast
sífellt meira að kröfúm atrinnumarkaðarins. Þ\í hefur háskólum reynst
nauðs\mlegt að réttlæta tilvist sína, ríkisfjárveitingar, og skólagjöld með
vísun til þeirrar „hæfni“ sem nemendur öðhst í náminu, og tdl gildis
námsins sem fjárfestingar. Þannig segir Readings „excellence“ hafa kom-
ið í stað „culture“, þar sem að háskólamir hampa gráðum sínum sem fjár-
festingu í seljanlegri hæfni, ekki sem sjálfs-rækt í anda þroska-frjáls-
hyggju iVlills.30
Til þess hreinsa sig af áburði um gagnsleysi og peningasóun hafa hug-
29 Frá Matthew Amold, gegnum F.R. Leavis og Scrt/riwj’-skólann, liggur mikilvægur
tengiþráður við Raymond Williams, E.R Thompson og Richard Hoggart, sem eff-
ir seinni heimsst\Tjöld kölluðu sig „left-Leavisites“. Um þessa tengingu sjá fyrr-
nefnda grein Raymond Williams, bls. 153-159. Um Leavis og Scrutiny sjá Terry
Eagleton 1983. Literary Tbeory: An Introduction. Oxford, Basil Blackwell, 2. kafli.
30 Bill Readings 1996. The University in Rttins. Cambridge, MA, Harvard University
Press, sjá einkum 7. kafla, „Culture Wars and Cultural Studies“, bls. 89-118. Styttn
greinargerð er að finna í Bill Readings 1995. „The University Without Culturer"
New Literary History 26:3 (sumar 1995), bls. 467—f97.