Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 86
ARNAR ARNASON
staða mannlegs samfélags“ en bætir svo við að í fornleifaffæði sé hug-
takið „menning“ notað til þess að greina mismun og skipta forsögunni í
styttri tímabil. Hver er þá heildin? Raymond Williams (1976) segir á ein-
um stað að „culture“ sé eitt flóknasta hugtak sem finna megi í ensku máli.
Kannski má segja það sama um „menningu“ og íslenskuna.
„Menning“ hefur ffá upphafi verið lykilhugtak mannffæðinnar en er
nýlega orðin lykilhugtak í mörgum öðrum greinum félags- og hugvís-
inda. Astæður þessa eru án efa að nokkru leyti innri þrótm þessara greina,
en hér er líka til að taka að „menning“ er nú sem fyrr vettvangur póli-
tískra átaka, sjálfstæðisbaráttu og sjálfsmyndargerðar. Þetta á ekki síst við
nú þegar margir trúa því að heimurinn sé að hnattvæðast. Þá bætist við
að „menning“ er orðin iðnaður sem tengist ekki bara hámenningu held-
ur einnig framleiðslu og sölu á „lífsstíl“ ætluðum ákveðnum hópum sam-
félagsins. Menning hefur með þessu tranað sér óboðin fram á sjónarsvið
ffæðanna. Þetta á líka við á Islandi. Þar hefur fimmtíu ára affnæli
Lýðveldisins, aðild landsins að Evrópska efiiahagssvæðinu, hnamræðing
og fjölgun þess fólks sem nú er kallað „nýbúar“ haft í för með sér marg-
víslegar pælingar um „menningu“. Dæmi þeirra sjást m.a. í skrifum Páls
Skúlasonar (1994) ffá miðjum tíunda áratugnum, því að Reykjavíkurborg
hefur nú markað sér stefnu um fjölmenningu, og því að nú er altalað, eins
og ekkert sé sjálfsagðara, að á Islandi sé „fjölmenning“. I skrifum Páls, í
stefnumótun Reykjavíkurborgar og í almennri umræðu á Islandi gætir
þess skilnings að „menning“ sé merki andlegs þroska en þó fyrst og
fremst arfleifð þjóðarinnar, eins og í íslensk menning. Þannig segir Páll
á einum stað (1994:11), svo dæmi sé tekið, að menning sé „allt sem
mannar mennina“. A öðrum stað (1994:10) vísar hann í yfirlýsingu Sam-
bandslaganefndar ffá 1918 og segir að þar komi ffam sterkustu rök Is-
lendinga fyrir sjálfstæði sínu gagnvart Dönum, „að sérstök menning
þjóðarinnar og þarfir hennar kreþist þess að Island verði viðurkennt full-
valda ríki ... Menningin er réttlæting sjálfstæðisins - sjálfstæðið er
forsenda menningarinnar.“
I þessari grein ætla ég að reifa aðeins stöðu, merkingu og notkun
menningarhugtaksins innan mannfræðinnar. Hugmyndin um „sérstaka
menningu þjóðarinnar“ svarar til hins klassíska skilnings mannffæðinnar
á „menningu“, skilnings sem var orðinn ráðandi í greininni um 1930 og
var við lýði ffam til um 1980. Hér ætla ég fyrst að reifa lauslega hinn
klassíska skilning mannffæðinnar á menningarhugtakinu. Þá ætla ég að
84