Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 128
GUNNLAUGUR A. JONSSON
óttast ég ekkert illt, þ\a að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa æfi.2
Við könnumst öll við hina miklu notkun sálmsins og vinsældir. Islenskt
lag við hann er mikið notað við útfarir,3 fermingarbörn velja sér þennan
texta í ríkara mæli en nokkurn annan hér á landi, enginn biblíutexti er
eins oft birtur með minningargreinum og þannig mætti lengi halda
áfram að telja. Það virðist hafið yfir allan vafa að þessi sálmur hefur al-
gjöra sérstöðu meðal sálma Biblíunnar hvað snertir vinsældir og áhrif.
Börn hafa lært hann utanað við móðurkné og öldungar hafa dáið með
orð hans á vörunum. Orðalag sálmsins er með þeim hætti að það virðist
alveg óháð tíma og rúmi og höfða jafnt til kristinna manna og gyðinga
og jafitvel annarra trúarhópa. I íslensku samhengi er kannski mest sláandi
hversu mikið hefur verið ort út af sálminum.4
Hér eru það hins vegar áhrif sálmsins, notkun hans og túlkun í kvik-
myndum sem eru til skoðunar. A liðnum árum hef ég skráð hjá mér dæmi
sem ég hef rekist á um notkun sálmsins í kvikmyndum eða nemendur eða
aðrir félagar mínir hafa bent mér á. Er þetta dæmasafn þegar orðið all-
mikið að vöxtum, dæmin skipta mörgum tugum og er þó Ijóst að ég hef
aðeins skráð brot af þeim dæmum sem er að finna í kvikmyndum.
Hver kannast ekki við kvikmynd sem byrjar á útfararsenu þar sem ver-
ið er að lesa upp úr Sálmi 23? I slíkum myndum kemur sálmurinn oftast
ekkert meira við sögu, en til eru þær myndir þar sem sálmurinn gegnir
mjög veigamiklu hlutverki. Þar hef ég einlcum í huga fjórar myndir og
mun ég fjalla lítillega um þær allar í þessari grein. Þetta er tékkneska
Oskarsverðlaunamyndin Kolja (1996), norska myndin Söudagsengler
Hér er stuðst við íslensku biblíuþýðinguna frá 1912.
3 Það lag sem hér um ræðir er eftir Margréti Scheving.
4 Auk sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts (d. 1627) og sr. Valdimars Briem
(1848-1930) sem ort hafa út af öllum 150 sálmum Saltarans má nefna að sr. Hall-
grímur Pétursson, Bjarni Eyjólfsson, Matthías Johannessen, Ingvar Gíslason fyrr-
verandi menntamálaráðherra og sr. Svavar Jónsson eru meðal þeirra sem ort hafa út
af Sálmi 23.
I2Ó