Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 98
ARNAR ARNASON
ur, þó hann birtdst öðru\isi en íslenskar orðabækur gefa til kynna (Fouc-
ault 1978: inngangskafli).
I öðru lagi, segir Foucault, er vald hvorki neikvætt né þrúgandi. Mð
eigum ekki að h'ta á vald sem fjandsamlegan mátt sem standi gegn ífelsi
og vilja manneskjunnar, eins og frelsi hennar og vitund séu til f}TÍr til-
komu valdsins. Þ\ ert á móti, segir Foucault (1978), er vald jákvætt og
skapandi, það býr til merkingu, það býr til veruleika, það býr til sjálfs-
myndir og gerir fólki kleift að öðlast þær, taka þær á sig. Vald býr til frelsi
og vilja, sérstaklega vald í sínu nútímalega formi. Hér má aftur sjá tengsl
við hugmyndir mannffæðinga um menninguna sem skapandi afl. Fouc-
ault (1978) bendir sérstaklega á mikilvægi sjálfsm\Tidarpólitíkur í nú-
tímasamfélagi, það hvernig fólk er skilgreint sem manneskjur, sem
ákveðnar tegundir af manneskjum. En þó vald sé þannig skapandi og já-
kvætt þá felst óhjákv-æmilega í þeim möguleikum sem það skapar ákvæð-
in takmörkun og valdbeiting. Menn geta verið samkvTiheigðir, tv íkvTi-
hneigðir, kymskiptingar, milli kynja, ókvmja, en öllum þessum kategorímn
fylgja ákveðnar takmarkanir, ákveðnar skilgreiningar á þvi hvrer við séunt.
I þriðja lagi, lítur Foucault (1980) oftast nær ffamhjá ríldsvaldinu sem
slíku og þeim opinberu stofnumun stjórnkerfisins sem hvað offast hafa
verið viðfangsefni þeirra sem fást við að rannsaka vald. I staðinn staðset-
ur Foucault vald oft í hinu daglega, hinu hversdagslega, því sem löngum
hefur verið viðfangsefni mannffæðinga og sá hluti veruleikans sem
menningarhugtaki þeirra var ætlað að ná utan um.
I fjórða lagi, segir Foucault (1978 og 1980), er vald ekki einhver frum-
stæður, náttúrulegur kraftur sem annað hvort býr innra með einstakling-
unum eða utan samfélags og sögu. Þvert á móti, vald felst í tengslum
milli fólks, milli orðræðna, milli stofnana, milli athafna. Þessi hugmvmd
lætur vel bæði að afstæðishyggju menningarhugtaksins og að almennum
áhuga mannffæðinga á félagslegum tengslum.
I fimmta lagi heldur Foucault (1980) því svo fram að það sé engin and-
stæða á milli valds og andspyrnu. AndspvTna er ekki til utan og óháð
valdinu, segir hann, þau eru hluti af sömu tengslum. Þessi hugmynd þyk-
ir mannffæðingum aðlaðandi vegna þess að hér er reynt að kornast hjá
hinni vestrænu tvíhyggju sem stillir valdi upp sem andstæðu frelsis, og
sem stillir samfélaginu/menningunni upp sem andstæðu einstaklingsins.
Dirks, Eley og Ortner (1994 bls. 6) halda því ffam að á síðustu árum
hafi hugmyndir og ffæðigreinar á mörgum sviðum endurskapað menn-
96