Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 22
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
- að kennslu og rannsóknum sé sinnt „fræðanna vegna“ og jafnframt í
þágu samfélagsins sem njóti góðs af fræðslu skólans og þjónustu, er hér
annað stefnumið sem vissulega tengist þjóðskóla- og þjóðmenningarum-
ræðu minni hér áðan. Sumir furðuðu sig á því hve greiðlega háskólafund-
ur féllst á tillögu um að leggja bæri sérstaka rækt við fræðigreinar er
varða Island og Islendinga sérstaklega. Astæðan er kannski sú að mönn-
um finnst sjálfgefið að við Háskóla Islands sé lögð áhersla á íslenskt mál,
íslenskar bókmenntir, Islandssögu, rannsóknir á íslenskri náttúru og
orkulindum; væntanlega íslenskum lögum og íslenskum fiskistofnum, og
sennilega ferðamálaffæðum í íslensku samhengi, og ... smám saman fara
að renna á mann tvær grímur: Hvar á að hætta slíkri upptalningu? Astæð-
an fyrir hinni greiðu samþykkt var kannski einmitt sú að þetta er injög
óljóst ákvæði. Hvað með nýju erfðafræðina og gróskuna í lífvísindum -
verður allt það svið ekki í mörgum tilvikum „séríslenskt“ eins og það er
útfært hér á landi?
I umræðum innan Háskólans - að minnsta kosti í deildinni þar sem ég
starfa, heimspekideild, og þá í tengslum við mikinn fjárhagsvanda sem
blasir við þar - hefur verið minnt á þetta ákvæði og verður ekki betur séð
en það sé gert með ákveðið gildismat í huga sem jafhframt má teljast til
menningarstefnu. Ber ekki heimspekideild að leggja sérstaka rækt við ís-
lenskt mál, sögu og bókmenntir, umfram annað? Það gerir hún auðvitað
og viðkomandi kennslugreinar eru hinar fjölmennustu við deildina auk
þess sem deildin er tengd sérstökum rannsóknastofnunum á þessu sviði.
En ég held að í slíkri umræðu geti þrengingar vállt um fyrir fólki og hrak-
ið hugsun þess á visst grunnstig. (Þrengingar og andstre\Tni geta verið
skapandi en eru það því miður ekki alltaf.)
Gagnlegt gæti verið að líta til annars smávaxins þjóðfélags til að fá
samanburð í þessu efni. Vorið 2001 kenndi ég nokkra daga við háskólann
í Færeyjum, Fróðskaparsetrið. Eg dáist að því uppbyggingarstarfi sem
þar er unnið af þjóð sem er sex sinnum fámennari en Islendingar, og ekk-
ert er eðlilegra en að megináhersla sé í fyrstu lögð á færeyskt mál, þjóð-
ffæði og bókmenntir, færeyska sögu og félagsvísindi sem og afmarkaðar
greinar náttúruvísinda. Háskólamenntunin mótast þannig af áhuga á
þjóðmenningu og þjóðháttum sem ekki fá mikla akademíska athygli ann-
arsstaðar og sem hlúa þarf að í heimi þar sem staðbundin menning á und-
ir högg að sækja. I Háskóla Islands hefur hinsvegar tekist að byggja upp
víðfeðmara kennslu- og rannsóknaumhverfi og þar hefur orðið til sam-
20