Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 85
Ajrnar Árnason
Menning er máttur1
Menning se?n afmörkuð og heildstæð eining
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs, og hér er talað án allrar kaldhæðni,
er „menning“ meðal annars „þroski mannlegra (andlegra) eiginleika
mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf,
sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) ... rót-
gróinn háttur, siður.“ Islenska Orðsijjabókin bætir við að menning sé
„þroski hugar og handa; arftekin list og kunnátta, oft í líki ýmissa hluta
og verka; manndómur; mannafli; það að manna einhvern ... þróun, efl-
ing, siðmenning, no. leitt af so. Mennaíí. Hin Islenska Alfræðiorðabók Arn-
ar og Orlygs segir að menning sé „sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og
tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags. Þróun m byggist á hæfni
mannsins til að læra, beita þekkingu til að bregðast við breyttum aðstæð-
um og miðla þekkingunni til komandi kynslóða. Það kemur m.a. fram í
verkmenningu ... trúarbrögðum, siðum, hugmyndum, listum, menntum
og tungumáli.“
Hér ægir greinilega ýmsu saman. A einum stað er menning „andlegt
líf‘, á öðrum „oft í líki ýmissa hluta og verka“. A einum og sama staðn-
um er menning þroski mannlegra eiginleika mannsins, þjálfun hugarins
en um leið „siður“. Menning er þróun, efling, þroski, siðmenning, en
einnig „rótgróinn siður“. Menning er það sem skilur manninn (einmitt
manninn) frá dýrunum en menning er líka „sameiginlegur arfur“, „arf-
tekin flst og kunnátta“, „rótgróinn háttur“. Alfræðiorðabókin segir að
menning sé sú heild „þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undir-
1 Grein þessi er tileinkuð nemendum í mannfræðikenningum II við Haskóla íslands
haustið 2002 og helguð minningu Almenna Bókafélagsins.
83