Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 182
STUART HALL
það hrikalega erfitt að skapa nauðsynlegt fræðilegt og pólitískt rými inn-
an stofnunarinnar til að vinna að verkefninu.
Eg vil halda mig við þá hugmynd sem fólgin er í báðum þessum dæm-
um að hreyfingar kalli fram fræðileg tímamót. Og sögulegar kringum-
stæður krefjast kenninga; þær eru skeiðin sem máli skipta í þróun kenn-
ingar. En hér verð ég að staldra við og feta mig til baka. Af því að ég held
að í því sem ég er að segja kunnið þið að heyra, enn einu sinni, kall efdr
einfeldningslegum andfræðilegum popúlisma, sem virðir ekki eða tekur
mark á því að í hverjum þeim leik sem ég reyni að setja í nýja ffásögn, er
algjörlega bráðnauðsynlegt að eiga kost á einskonar seinkun eða krók í
gegnum kenningu. Mig langar að tala dálítið um þennan nauðsynlega
krók. Það sem klárlega færði til og affniðjaði þann farveg sem Stofnun
um samtímamenningarfræði fylgdi tryggilega, hið sama má að mestu
leyti segja um breska menningarfræði, er stundum kallað „málsniining-
urinn“, uppgötvun orðræðutengslanna, textatengslanna. Þessi hugtök
ollu nokkru mannfalli í Stofhuninni líka. Menn glímdu við þau á ná-
kvæmlega sama hátt og ég hef áður reynt að lýsa. En það sem ávannst við
að takast á við þau er gífurlega mikilvægt þegar að því kemur að reyna að
skilja hvernig kenningar voru þróaðar með slíkri vinnu. En þó held ég að
slíkur fræðilegur „ávinningur“ geti ekki markað tímamót einn og sér.
Eg ítreka að hér er ekki rými til að gera meira en að byrja upptalningu
á hinum margvíslegu fræðilegu framförum sem sköpuðust af sambandi
við verk strúktúralista, táknfræðinga og póst-strúktúralista; höfuðvægi
tungumálsins og myndhverfinga málsins í hverskyns rannsóknum á
menningu; útvíkkun hugmyndarinnar um texta og textaeðli, hvort-
tveggja sem uppspretta merkingar og það sem kemur sér undan merk-
ingu og slær henni á ffest. Viðurkenningin á margleitni og fjölda merk-
inga, baráttunnar við að stöðva einhvernveginn hina endalausu
tákngervingu umfram merkingu, viðurkenningin á textaeðli og menn-
ingarlegu valdi, á framsemingunni sjálfri sem staðsetningu valds og
stýringar, um hið táknræna sem uppsprettu sjálfsmyndar. Allt markar
þetta stórkosdegar fræðilegar framfarir, þó að auðvitað hafi menningar-
ffæðin alltaf fengist við spurningar um tungumál (þar Iéku verk Raym-
onds Williams aðalhlutverk löngu fyrir daga táknfræðibyltingarinnar).
Engu að síður markaði endurmyndim kenningarinnar, sem varð til við
það að spurningar um menningu þurfti að hugsa um með hjálp mynd-
hverfinga tungumáls og texta, þá staðsetningu sem menningarfræðin
180