Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 115
KENNSLUÞJÓNAR OG NÁMSNEYTENDUR
fyrir litríkt kennslustarf, og námskeið þar hafa stundum valdið fjaðrafoki
utan háskólans.18 Að hluta til má þakka góðan orðstír því að gamlir nem-
endur hafa orðið frægir erlendis, til dæmis áðurnefhdur Lawrence
Grossberg.
Fjárhagslega virðist ástæða niðurskurðarins nokkuð einföld, þar sem
báðar skorirnar voru lagðar niður í kjölfar umdeilds rannsóknamats.
Hvorki Birmingham né Leicester-skorin var hátt metin í niðurstöðum
Research Assessment Excercise (RAE) sem birt var síðasta vetur. RAE
byggir á matsaðferð sem felst í því að nefnd í hverri grein les útgefið efni
prófessora skora sem til athugunar eru, og leggur mat á það hversu „virt-
ir“ þeir séu með því að kanna hversu oft vitnað er í rit þeirra innanlands
og á alþjóðlegum vettvangi. „Frammistaða“ er þar með soðin niður í einn
mælikvarða og hann er fjöldi ívitnana, ekkert annað. Kennsla, hlutfall
kennara og nemenda, fjöldi námskeiða, og skyld efni eru ekki tekin með
í reikninginn. Þar sem einkunn Menningar- og félagsfræðiskorar við Bir-
minghamháskóla kom henni ekki í svokallaðan „national excellence“-
flokk, var ákveðið að endurskipuleggja hana með því augnamiði að há-
skólinn kæmi betur út úr næsta mati, eftír sex ár. Fastráðnir kennarar
voru þar með settir til starfa í skyldum skorum, og doktorsnemum bent
á að nema sín fræði í öðrum.
Mermingarfræðingurinn Paul Gilroy, sem er einn af ffægari meðlim-
um CCCS ffá níunda áratugnum,19 birti grein í The Chronicle of Higher
Education nú í sumar, þar sem hann metur „endurskipulagninguna“ í Bir-
mingham og Leicester, og merkingu hennar fyrir menningarffæðina sem
alþjóðlega háskólagrein. Niðurstaða greinarinnar er nokkuð óvænt. Gil-
roy fullyrðir að þverfagleiki menningarffæðinnar sé ein af ástæðum þess
að auðvelt reynist að skera niður, en að sama skapi til marks um „heil-
brigði“ fagsins almennt séð:
Press. Um útbreiðslu menningarfræði utan Bretlands sjá Valda Blundell, o.fl. ritstj.
1993. Relocating Cultural Studies. London, Routledge.
18 David Batty, „One Step Beyond.“ Education Guardian, 23. júlí 2002 (http://educati-
on.guardian.co.uk/higher/comment/).
19 Hann tók þátt í vinnuhópi um kynþátt og stétt við miðstöðina ffá árinu 1979, sam-
anber skrif hans í tímantið Race and Ciass á árunum 1980 og 1981. Hann birti einnig
greinar í samvinnuritinu The Empire Strikes Back: Race and Racism in 70s Britain, þar
sem ritstjórinn er einfaldlega nefndur University of Birmingham Centre for Cont-
emporary Cultural Studies (London: Hutchinson/The Centre for Contemporary
Cultural Studies, University of Birmingham, 1982).
"3