Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 179
MENNINGARFRÆÐI OG KENNINGAARFUR HENNAR
Gramsci segir, þá er verkeíhi lífræna menntamannsins að vita meira en
hefðbundnir menntamenn gera: Vita í raun en ekki bara þykjast vita, ekki
aðeins að búa yfir þekkingartólunum heldur vita af dýpt og innlifun. Frá
sjónarhób marxismans er þekking svo oft einungis fólgin í að bera kennsl
á - aftur þessi hugmynd að við drögum það fram sem við vitum fyrir. Ef
maður er í forræðisleiknum þá verður maður að vera klárari en ‘þeir’.
Þessvegna eru ekki til nein kenningaleg takmörk sem halda aftur af menn-
ingarfræði. En hitt horfið er ekki síður mildlvægt: Að hinn Kffæni
menntamaður getur ekki leyst sjálfan sig undan þeirri ábyrgð að miðla
þessum hugmyndum, þessari þekkingu, vegna vitsmunalegs hlutverks
síns, til þeirra sem heyra ekki til menntamannastéttar hvað atvinnu snert-
ir. Og séu þessar tvennu vígstöðvar ekki virkar á sama tíma, eða að
minnsta kosti, ef verkefni menningarffæðinnar einkennist ekki af hvorum
tveggja memaðinum, er hægt að ná gríðarlegum kenningarlegum árangri
án minnstu afskipta af hinni póhtísku hlið verkefiúsins.
Mér er mjög í mun að það sem ég segi hér verði ekki túlkað sem and-
fræðilegar röksemdir. Það sem ég segi er ekki til marks um andstöðu við
kenningar en varðar skilyrði og vandamál þess að þróa vitsmunalegt starf
sem póhtíska iðju. Þetta er mjög erfið leið að feta sig eftir, að leysa ekki
togstreituna á milli þessara tveggja krafha heldur lifa með báðum.
Gramsci bað okkur aldrei um að leysa hana en hann sýndi okkur hvers-
dagslegt dæmi um hvemig hægt sé að lifa með henni. I stofnuninni
bjuggum við aldrei til líffæna menntamenn (betur að við hefðum gert
það). Við tengdum okkur aldrei við þessa upprennandi sögulegu hreyf-
ingu; þetta var æfing í myndhverfingu. Engu að síður eru myndhverfing-
ar alvarleg fyrirbæri. Þær hafa áhrif á iðju manns. Eg er að reyna að lýsa
menningarfræði upp á nýtt sem fræðilegri vinnu sem kemst ekki hjá því
að halda endalaust áffam að lifa með þeirri togstreitu.
Mig langar til að líta á tvm önnur atvák í menningarfræði sem varða
kenningar og sem trufluðu tilurð hennar, sem raunar hafði þá þegar ver-
ið trufluð. Sumt af þessu hafði komið eins og utan úr geimnum, ekki
skapast af innri ástæðum og var ekki hluti af einhverskonar almennri
menningarkenningu sem væri að taka á sig mynd. Aftur og aftur hindr-
uðu hlé, alvarlegir brestdr og ytri öfl að menningarffæðin gæti sprungið
út eins og sagt er; nýjar hugmyndir jöfnuðu út það sem virtist vera upp-
safnaðar starfsvenjur í menningarfræði. Þar höfum við aðra myndhverf-
ingu yfir ffæðilega vinnu: Fræðileg vinna sem truflun.
177