Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 12
INNLENT VINSTRI STJÓRN ÁN VE Stjórnarmyndunarviðræðumar í fullum gangi. Ævintýranleg spenna og mikill hraði einkenndi viðræðurnar eins og sjá má á þessari mynd. Mynd: Magnús Reynir/Alþýðublaðið. Fréttaskýring um nýja ríkisstjórn Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar; Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags er fyrsta vinstri stjórnin á íslandi sem mynduð er án tilverknaðar og þátttöku hinnar skipulögðu verkalýðshreyf- ingar. Stjórnarmyndunin tók skemmri tíma en dæmi eru um í sögu lýðveldisins. Þar sem sömu ráðherrar sitja í ríkisstjórn fyrir Al- þýðuflokk og Framsóknarflokk og sátu í síð- ustu ríkisstjórn, hefur athyglin beinst meira að Alþýðubandalaginu og þar var mest tekist á um þátttöku í stjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn sat sem lamaður eft- ir stjórnarslitin og eftir að Alþýðubandalagið er komið inn í ríkisstjórn — í vissum skilningi í stað Sjálfstæðisflokks — þá svíður mörgum Sjálfstæðismanninnum enn meira. Og mörg- um þeirra verður brotthvarf Sjálfstæðis- flokks úr landstjórninni enn óskiljanlegra. Hins vegar sauð upp mikil heift og reiði þegar stjórnarslit voru komin í kring — og enn eimir eftir af þessari reiði eins og sjá má í flestum fjölmiðlum landsins. Albert Guð- mundsson gerði ítrekaðar tilraunir til að koma flokki sínum inn í ríkisstjórn en fór einkar klaufalega að því, — byrjaði á Sjálf- stæðisflokknum en sneri síðan við honum baki þegar sýnt var að Sjálfstæðisflokkurinn tæki ekki þátt í nýrri ríkisstjórn. Kvennalist- inn hélt fast við grundvallarprinsipp sitt um kosningar, sem hefðu auðvitað verið rök- réttar við þessar aðstæður, og gengu ekki í alvöru til stjórnarmyndunarviðræðna. Innan Alþýðubandalagsins var mikill áhugi á þátt- töku í ríkisstjórn og harkalega tekist á um málið. Samningsréttur og helgispjöll Meðferð samningsréttar stóð í mörgum á vinstri vængnum og bæði Kvennalistinn og Alþýðubandalagið settu fyrir sig lögin um bann við samningum sem voru í gildi og eru. Umræða um málið varð hinn bóginn til þess að menn fóru að velta fyrir sér hvernig væri komið fyrir samningséttinum yfirleitt og hver þróun hans hefði verið. Og þegar hver spurði sjálfan sig, kom í ljós, að samnings- rétturinn var framseldur réttur; réttur sem verkalýðsfélag framseldi verkalýðsfélaga- sambandi, sem framseldi miðstjórn alþýðu- sambands, sem framseldi hann samninga- nefnd, sem framseldi hann ríkisvaldi o.s.frv. Hér væri m.ö.o. um firrtan rétt að ræða og kominn tími til að endurskoða klisjur urn „hinn helga rétt“. Umræðan um samnings- réttinn var hin athygliverðasta, eins og kom t.d. fram í grein Gests Guðmundssonar í Þjóðviljanum um málið. Á sama tíma og þrefað var um málið innan Alþýðubandalagsins var tekist á um það í stjórnarmyndunarviðræðunum. Samkomu- lag var nokkurn veginn komið á borðið um samnningsfrelsi 1. janúar þegar í ljós kom að nokkrir verkalýðsleiðtogar voru harðsnúnir andstæðingar samningsfrelsis á þessum tíma. Þeir vildu halda sig við 1. mars, en þá eru samningar flestra verkalýðsfélaga lausir. Að sjálfsögðu veikti þetta andófið innan Al- þýðubandalagsins, en það hafði snúist að mestu um samningsfrelsið. Og í ljós kom að fleiri en pólitískir leiðtogar Alþýðubanda- lagsins voru reiðubúnir til „helgispjalla“ gagnvart samningsrétti. Ásmundur einangraður Andstaðan innan Alþðubandalagsins var auðvitað margbrotin. Margir andstæðingar 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.