Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 64

Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 64
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Fá heimilishjálp strax í Kópavogi Meðan aldraðir Reykvíkingar eru hundruðum saman á biðlist- um eftir hjálp er biðin engin í Kópavogi Laun starfsfólks 56 þúsund í Kópavogi en 41 þúsund í Reykja- víkfyrir nákvœmlega sömu vinnu í Kópavogi er litið á heimilish jálp sem grund- vallarþátt í þjónustu við aldrað fólk. Þar fá starfsmenn við heimilishjálp um 56 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir átta tíma vinnu á dag. I Reykjavík eru launin einungis um 40 þúsund fyrir nákvæmlega sömu vinnu. Mjög vel hefur gengið að fá fólk til þcssara starfa fyrir Kópavogsbæ og hafa færri fengið en vilja. Á sama tíma gengur afleitlega að manna heimilishjálp og aðra þjónustu við aldraða í Reykjavík. „Fyrir rúmurn tveimur árum voru þessi störf tekin til endurskoðunar hér í bænum, og kjör þeirra síðan bætt verulega, sem við þau unnu,“ sagði Ágústa Einarsdóttir for- stöðumaður heimilishjálpar í Kópavogi. „Konurnar, sem vinna við þetta hjá okkur, eru flestar fyrrverandi húsmæður, sem kom- Ágústa Einarsdóttir, forstöðumaður Heimilishjálpar í Kópavogi: „Tekur yfir- leitt ekki lengur en tvo til þrjá daga eftir að umsókn berst að koma á heimilishjálp við það fólk, sem þess óskar.“ ið hafa út á vinnumarkaðinn eftir að hafa alið upp sín börn. Þær hafa margar verið dálítið hræddar við að fara að vinna, og sumar átt í erfiðleikum með að fá starf. Hins vegar er ekki hægt að fá betra starfsfólk í heimilis- hjálp. Þetta eru konur, sem hafa áratuga reynslu í þessum störfum frá sínum heimil- um, og það hefur líka verið svo, því miður, að við höfum ekki getað veitt öllum starf, sem sótt hafa um. Eftirspurnin eftir störfum hefur verið svo mikil. Við höfum boðið upp á námskeið í heimil- ishjálp og flestar kvennanna hafa sótt þau. Að auki hittumst við alltaf allar einu sinni í viku og berum saman bækur okkar, sem störfum að þessum málum. En okkur hefur tekist vel að sinna öllum öldruðum Kópa- vogsbúum. Það tekur okkur yfirleitt ekki lengur en tvo til þrjá daga eftir að umsókn berst að koma á heimilishjálp við það fólk, sem þess óskar“, sagði Ágústa Einarsdóttir. Jónína Pétursdóttir er forstöðumaður heimilishjálpar í Reykavik. Þaðan fengust þær upplýsingar að miður gengi að fá fólk til starfa og er þar launakjörum kennt um. Laun fyrir dagvinnu hjá heimilshjápinni í Reykjavik eru samkvæmt upplýsingum það- an um 41 þúsund krónur. Láttu ekki adstöduleysi há þér í vidskiptum Risið stendnr þér til boða: Fullkomin aðstaða fyrir fundi, ráðstefnui; Eitt símtal 29670 —og málið er leyst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.