Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 59

Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 59
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Ástandið „hræðilegt". Þrengslin algjör. Starfslið fámennt og þjónusta lítil. Ég vil ekki halda öðru fram en starfsfólkið á Grund reyni að gera sitt besta. En átta manna stofur eiga ekki að vera til . . . Mér fannst eins og ég væri komin aftur í miðaldir. Svo vill til að ég er þrælvön sjúkra- stofnunum og hef unnið á spítala. En öðru eins hef ég ekki kynnst. Pað eru takmörk fyrir öllu. Þarna var fólk að deyja. Beið bara eftir þessu eina. Þessvegna var frekar rólegt á stofunni. Fólkið gát ekki neitt. Tvær voru þó reyndar órólegar. Dauðinn bankaði ansi oft uppá. Þá spurði ég gömlu konuna að því hvort hún hefði verið inni þegar tiltekin kona dó. „Nei, ég var svo heppin að vera frammi á gangi, “ svaraði hún. Þá greip gangastúlka framm í: „Við reynum nú alltaf að koma þeim fram ef það er hægt.“ Svo dó önnur kona á stofunni, og þá sagð- ist gamla konan bara hafa lesið í bók á með- an. „Á eftir komu þær með tjald.“ sagði hún við mig og ég svaraði: „Jæja, komu þær með tjald.“ Þetta kveikti fyrst alvarlega í mér. I störfum mínum á sjúkrahúsum hef ég gengið frá mörgu líkinu. Ég man ekki eftir því, að slíkt hafi verið gert að lifandi sjúklingum viðstöddum. Þetta á ekki að gerast inni á átta rnanna stofu. Þótt margt gamalt fólk segist vera tilbúið fyrir dauðann, og sé rólegt hið ytra, þá held ég að engan langi í sýnikennslu í því hvernig þetta fer fram. Gamla konan hefur sljóvgast smámsam- an. Hún hefur farið að sætta sig við þetta. Hún hafði alltaf gaman af því að horfa á sjónvarp. Elskaði Derrick. Vildi fylgjast með. En þarna var erfitt að koma því við að horfa á sjónvarp. Hún þurfti að deila sjón- varpinu með öllu mögulegu fólki, háværu og lágværu. Og auðvitað kom það líka til, að starfsstúlkurnar þarna vildu koma gamal- mennunum í ró, rétt eins og litlum börnum. Keyra liðið niður. Breytingin á hennar ástandi verður að miklu leyti vegna þessara ytri, sljóvgandi að- stæðna. Samt les hún enn dagblöðin og skammast yfir ríkisstjórninni. Hún tekur alltaf sína afstöðu. Hún hefur verið núna verið flutt á lítið tveggja manna herbergi. Þar er hún með konu, sem er ágætlega hress andlega. Þarna eru tvö lítil náttborð og korktafla )Tir rúm- inu, þar sem hún má hengja nokkra myndir. Svona lýkur þessi kona lífinu. — eh Maður á miðjum aldri, sem á fdður á Elli- heimilinu Grund segir svo frá: „Tildrögin að því, að faðir minn fór inn á Grund voru þau, að hann var farinn að missa svo mikið heilsu, að hann gat engan veginn séð um sig sjálfur. Við leituðum til Hrafn- istu, Félagsmálastofnunar og Grundar. Alls staðar var okkur sagt, að biðlistar væru mjög langir. En þar eð þetta var neyðartilfelli var reynt að flýta fyrir. Eftir þriggja mánaða bið fékk faðir minn pláss á Grund og var ég mjög þakklátur fyrir það. Þegar þangað kom virtist í fyrstunni ekki vera þar það eftirlit og sú hjúkrun, sem mað- ur hefði viljað. Nokkurn tíma tók fyrir starfs- fólk að átta sig á sjúkdómi hans. Fyrst var hann settur á tveggja manna stofu, síðan á stofu, sem þrjú og stundum fjögur rúm voru í, allt eftir álagi. Nánast ekkert pláss var í þessum herbergjum, nema fyrir rúmin. Maður fann hve ástandið var hræðilegt þarna. Reynt var að leysa úr bráðatilfellum og það virtist ekki hægt nema með þessu móti. Það var í fyrstunni mjög misjafnt hvernig faðir minn tók því að vera þarna. Hann var þarna innan um fólk, sem var í rauninni að kveðja, og það var ónæði að því fyrir hann. Þess voru dæmi, að menn dæju inni á stof- unni, að föður mínum viðstöddum. Hann hafði stundum orð á því, að slíkt hefði gerst og þá annaðhvort hafði hann vakað eða sof- ið. Faðir minn er mjög ern. Hins vegar var það mjög misjafnt hvernig stofufélagar hans voru andlega á sig komnir. Síðan hefur heilsa föður míns lagast. Hann hefur verið fluttur í betri aðbúnað. Það virð- ist, sem fólkið byrji við lélegri aðbúnað, og síðan lagast hann eftir því sem dvölin verður lengri. Maður tekur eftir því, að Grund er rekin af mikilli hagsýni. Það má spyrja sig að því: Hvar eru mörkin milli eðlilegrar sparsemi og nánasarháttar? Maður hefur á tilfinning- unni, að þarna sé sparað. greidd séu lág laun, erfitt sé að fá fólk o.s.frv. Maður finnur það sömuleiðis skýrt, að þetta er láglaunavinnu- staður. Nokkuð er þarna um erlent starfs- fólk, sem stendur sig engu síður en aðrir starfsmenn. Maður verður hins vegar stund- um var við spennu meðal starfsfólks. Ymislegt er þarna gert af myndarskap. Húsunum virðist vel haldið við. Oft er verið að mála, lakka gólf, skipta um húsgögn og snyrtilegt er utanhúss. En auðvitað er sam- anburðurinn við það, sem tíðkast á nýrri stöðum, Grund óhagstæður. Vegna skorts á vinnuafli og gjörnýtingar á því fólki, sem til staðar er, þá er þjónustan þarna sannarlega ekki neitt stórkostleg. Ég veit svo sem ekki hvernig hún ætti að vera. Veit heldur ekki hvernig hún er annars stað- ar“, sagði aðstandandinn að lokum. — eh 59

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.