Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 40
MENNING
Leyfið börnunum að
koma til mín. Jesús er
mannlegur í mynd-
inni en gamalkunnar
senur eru klassiskar.
Krossfesting Jesú.
Einn áhrifamesti við-
burður allra tíma.
ákveða sjálft, hvort myndin er helgispjöll eð-
ur ei,“ sögðu talsmenn kvikmyndaversins.
Vegna þessa gífurlega umtals sem myndin
fékk fyrir sýningu hennar, var hreinlega
pakkað á hverja sýningu myndarinnar og
eins og vitað var þá fór hún í taugarnar á
sumum en öðrum fannst hún stórfengleg
upplifun.
Gagnrýnendur fóru misjöfnum orðum um
myndina. Gagnrýnandi einnar sjónvarps-
stöðvar í Los Angeles sagði að hann hefði
næstum því sofnað á myndinni, hún væri
hrútleiðinleg og langdregin en Richard
Schikel hjá TIME sagði að myndin væri...
„meistarastykkið hans Scorsese".
Eg sá myndina í geysilega vönduðu kvik-
myndahúsi í Toronto. Og skemmst frá að
segja þá hefur Scorsese gert alveg stórgóða
mynd sem má alveg kalla lítið meistaraverk.
Það er gaman að sjá að þessi leikstjóri sem er
þekktur fyrir New York myndir sínar, mynd-
ir sem gerast í stórborginni, á strætunum og í
skuggasundum, myndir eins og „Mean
Streets", „Taxi Driver“, „The King of the
Comedy", „The Color of Money“, „After
Hours“, skuli geta skutlast til Marokkó til að
kvikmynda við allt öðru vísi aðstæður en
hann hefur unnið við áður.
Þessi u.þ.b. 160 mínútna mynd lýsir Jesú
Kristi sem mjög mennskum manni. Manni
sem efast um tilgang sinn og guðdómleika,
manni sem kafar djúpt inn í sjálfan sig og
umhverfi sitt, manni sem efast: „Djöfullinn
er inní mér,“ segir hann við Júdas. „Ég er
ekki messías."
Myndin byrjar á að sýna Jesú þar sem
hann er að vinna í smíðaverkstæði sínu, að
smíða krossa fyrir þá gyðinga sem höfðu
verið dæmdir af rómverjum til að krossfest-
ast. Hann er að smíða krossa fyrir eigin þjóð
og er þess vegna fyrirlitinn. Við fylgjum hon-
um, sjáum hann finna fyrir köllun sinni, en
efinn ogóttinn nagar hann. Þrátt fyrir krafta-
verkin sem hann framkvæmir (upprisa Las-
arusar, blindir fá sjón, vatn í vín), þá sann-
færist Jesú ekki. Og í einu magnaðasta atriði
myndarinnar, fer Jesú út í eyðimörkina til að
fá svar frá guði. Satan sendir útsendara sína
til hans, snák, ljón, eld og reynir að freista
hans en Jesú stenst allt nema eina nóttina
vaknar hann og sér standa tré fyrir frarnan
sig. Tré með einu epli. Örmagna úr hungri
og þorsta slítur hann eplið af trénu og bítur í.
Úr eplinu fossar blóð (Blóð er sterkt tákn í
myndinni. Jesú rífur úr sér hjartað og sýnir
postuiunum, blóðið flýtur í musteri prest-
anna, blóðið lekur úr eplinu). Hann fleygir
því frá sér með hryllingi og í örvæntingu
hrópar hann „Guð, faðir minn, talaðu við
mig.“
Fleiri atriði eru tekin fyrir sem við könn-
umst við úr Biblíunni og áfram heldur Jesú
að efast um tilgang sinn, allt til loka myndar-
innar þar sem hann er á krossinum og er
freistað af djöflinum. Djöfullinn sýnir hon-
um hvernig hann myndi lifa ef hann kæmi
niður af krossinum, giftist Maríu Magda-
lenu, eignaðist börn og yrði gamall maður.
Allt þetta upplifir Jesú í draumi og það var
þessi síðasti hálftími myndarinnar sem fór
mest í taugarnar á andstæðingum myndar-
innar. Þetta fannst þeim vera helgispjöll. En
Scorsese er aðeins að segja þarna „Hvað ef?“
Myndin er byggð á bók Nicholas Kazantzak-
is, en það er sá sami og skrifaði bókina
„Grikkinn Zorba“ („Zorba the Greek“).
Vatíkanið bannaði bókina, fannst hún vera
helgispjöll.
Þegar Scorsese las bókina sá hann að hann
varð að kvikmynda þessa bók, honum fannst
þetta stórfengleg saga. „Hún lá á mér eins og
mara. En í þá daga var ég ekki tilbúinn að
leggja út í þetta verk.“
Hann fékk Paul Schrader (sem skrifaði
fyrir hann Taxi Driver), til að skrifa hand-
ritið og 1987 var fyrsta uppkastið tilbúið (því
uppkasti, sem sent var mörgum kirkjunnar
mönnum en eins og ég sagði áðan, var breytt
mikið í endurritun). „Við erum ekki að búa
til kvikmynd byggða á Biblíunni. Við erum
40