Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 27
ERLENT Chamberlain hafi komið í veg fyrir að hann fengi að ráðast inní Prag. Pað kom reyndar fljótt í ljós, að það var einber tálsýn, að Hitl- er stæði við sinn hluta Munchen-samkomu- lagsins. Þrátt fyrir öll sín loforð og heit var þessi slóttugi bragðarefur alla tíð staðráðinn í að hafa sitt fram. Hálfu ári eftir hinn sögu- fræga fund í Miinchen þrömmuðu herrsveitir Hitlers inní Prag, — án þess að Vesturveldin fengju rönd við reist. Það er freistandi eftir á að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort framvinda mála í Evrópu hefði orðið önnur ef Daladier og Chamberlain hefðu valið að spyrna við fót- um og neita að fallast á kröfur Foringjans. Pá hefði reynt á það, hvort Hitler hefði tekist að etja þjóð sinni fram til orustu. Ýmis rök hníga að því að Foringinn hefði í það minnsta orðið að slá innrásinni í Tékkóslóvakíu á frest. Jafnvel þótt fyrrnefndum herforing- jum hefði ekki tekist að velta honum úr sessi, má fastlega gera ráð fyrir að hann heði átt við ramman reip að draga. I Nurnbergréttarhöldunum eftir stríð var hershöfðinginn Keitel spurður að því, hvort Þjóðverjar hefðu ráðist inní Tékkóslóvakíu, ef Bretar og Frakkar hefðu stutt stjórnina í Prag. Keitel svaraði því til, að slíkt hefði verið fráleitt, enda Þjóðverjar engan veginn undir það búnir á þeim tíma að bjóða Bret- um og Frökkum byrginn. Hvað sem þeim ummælum herforingjans líður er ótrúlegt að Hitler hefði látið sitja við orðin tóm. Hann hefði tvímælalaust lagt ofurkapp á að telja ráðgjöfum sínum hughvarf og fá þá til að fallast á innrás, þótt síðar hefði orðið. Afstaða Breta og Frakka á þessum örlaga- ríka fundi í Miinchen hefur hins vegar löng- um valdið sagnfræðingum heilabrotum. Ahrif Múnchen-samkomulagsins hafa verið töluvert rædd í Þýskalandi að undanförnu í tilefni þess, að nú er liðin hálf öld frá fundi þeirra fjórmenninga í Arcisstræti. Söguspek- ingar hafa viðrað þá skoðun sína, að þetta umdeilda samkomulag hafi í raun markað ákveðinn vendipunkt í samskiptum þjóða. Með því að verða við kröfum Hitlers hafi leiðtogar Breta og Frakka viljað koma í veg fyrir að Foringinn efndi til blóðbaðs í álf- unni. Þeir hafi talið vænlegast að láta undan í þeirri trú, að Hitler fagnaði unnum sigri og léti þar við sitja. Enda þótt þessi afstaða beri því vitni, að Chamberlain og Daladier ofmátu heilindi og orðheldni einræðisherrans, verður þeim tæpast legið á hálsi fyrir það. Hitler hafði einstakt lag á að vefja mönnum um fingur sér með faguryrðum og blíðmælgi. Sagnfræðing- urinn Golo Mann lýsir þessum þætti í fari Hitlers réttilega, þegar hann segir í bók sinni „Þýsk saga 1919-1945“:,, Það var honum tamt að bíða átekta, svíkjast aftan að mönnum með viturlegum og hunangssætum orðum og láta síðan til skarar skríða, eldsnöggt og öll- um að óvörum." (Deutsche Geschichte 1919-1945, Frankfurt 1961, bls. 169). Þess var Hinir voldugu á leið- togafundinum í Mu- nchen 1938. Cham- berlain forsætisráð- herra Breta, Daladier forsætis- ráðherra Frakka, einræðisherrarnir Hitler og Mussolini og Ciao utanríkis- ráðherra Ítalíu. Inn- fellda myndin er af Chamberlain undir- rita samkomulagið. láta undan í þeirri von að sá leikur yrði til að koma í veg fyrir blóðbað í álfunni. Þeir gerðu sér vafalítið grein fyrir því að þrátt fyrir allan fagurgala Hitlers um að hann hygði ekki á frekari landvinninga, væri þessi yfirskeggj- aði ofstopamaður til alls vís. Það segir sína sögu, að þegar Daladier sneri aftur heim til Frakklands, var honum fagnað með lófataki. Við það tækifæri varð honum að orði: „Þessir fáráðlingar vita ekki fyrir hverju þeir eru að klappa.“ Hrifningu breskra stjórnmálamanna var sömuleiðis í hóf stillt. Churchill hélt þrum- andi ræðu í breska þinginu, þar sem hann kvað Englendinga hafa beðið mikinn ósigur, án þess að lyfta svo mikið sem litla fingri til varnar. Hann sagðist vera þess fullviss, að þetta væri upphaf válegrar atburðarásar og þjóðir Evrópu ættu eftir að iðrast þessa sam- komulags, — eins og síðar kom á daginn. Enda þótt Hitler stæði með pálmann í höndunum var Foringinn þó sjálfur ekki sátt- ur við þessi málalok. Hann er sagður hafa látið þau orð falla, að „bölvaður karlinn“ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.