Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 11
INNLENT Álver á leiðinni Ætti að verða Ijóst í mars á næsta ári hvort álver er hagkvœmt eða ekki, segir Friðrik Sophusson fyrrverandi iðnaðarráðherra. —- Það er stefnt að því að meginniðurstöður viðræðna um hagkvæmni nýs álvers liggi fyrir í mars á næsta ári, sagði Friðrik Soph- usson fyrrverandi iðnaðarráðherra í spjalli við Þjóðlíf um nýtt álver. Ef álver reynist hagkvæmt væri hægt að hraða framkvæmd- um þannig að nýtt álver tæki til starfa árið 1992. Þjóðlíf bað Friðrik segja sögu málsins í stuttu máli: — Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að haustið 1984 var gerður samningur við Isal, þar sem gert var ráð fyrir husganlegri stækk- un álversins væri það báðum aðiljum til hags- bóta. Fljótlega kom í ljós að Alusuisse var ekki í stakk búið til að vera eitt um hugsan- lega stækkun álversins eða byggja nýtt. Fyrirtækið stóð ekki vel og ætlaði að snúa sér í ríkari mæli að úrvinnslu og draga úr hrá- efnavinnslu. í framhaldi af því var skipaður starfshópur undir stjórn Jóhannesar Nordal til að leita leiða að koma íslenskri raforku í verð. Nefndin hafði lokið að mestu leyti störfum haustið 1987 og leitaði þá eftir kynn- ingarfundum og viðtölum við ýms fyrirtæki sem líklegustu voru til að hafa áhuga. Þessar viðræður hófust í byrjun þessa árs, en þá hafði ég sem iðnaðarráðherra kynnt for- mönnum stjórnarflokkanna áformin. Við- æðurnar enduðu með því að fjögur þeirra lýstu áhuga sínum; Alusuisse, austuríska fyrirtækið Austria Metall, hollenska fyrir- tækið Alumined BV og sænska stórfyritækið Grangers Aluminium. — Þann fjórða júlí var skrifað undir sam- komulag („Memorandum of Understand- ing“) ríkisstjórnarinnar og þessara fyrirtækja um það hvernig vinna skuli að hagkvæmniat- hugun. Áður höfðum við látið fara fram for- athugun á málinu. Samkomulagið er um verkefnisstjórn fyrir hagkvæmniathugun- inni. Þar eru fulltrúar þesasra fjögurra fyrir- tækja og fulltrúar íslendinga, sem eru þei sömu og voru í starfshópnum um málið, enda um framhald á þeirra vinnu að ræða. íslendingarnir er auk Jóhannesar þeir Guð- mundur G. Þórarinsson, Geir A. Gunnlaugs- son og Gunnar G. Schram. Þessir menn hafa skipt með sér störfum í grófum dráttum. Vinnan er sem sagt komin af stað og búið að fjárfesta fyrir nokkra tugi milljóna í málinu. Fjölmargir Islendingar koma síðan við sögu forrannsókna og hagkvæmni athugunarinn- ar eins og t.d. verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen og Hönnun h.f. — Gert var ráð fyrir að málið yrði þannig tilbúið að hægt væri að legga tillögur fyrir alþingi í mars. Það á sálfsögðu við um mála- tilbúnaðinn ef niðurstöðurnar verða jákvæð- ar, — ef þær verða neikvæðar, dettur málið einfaldlega upp fyrir að sinni. Aðstæður kalla á stóriðju — Það er mikill miskilningur að stórfyrir- tæki bíði í biðröðum eftir því að komast í stóriðju á íslandi. Það eru nógir um sam- keppnina. Mér líst hins vegar svo á málið að líkindi séu mikil og að tækifærið sé einmitt núna. Álverðið er mjög hátt um þessar mundir. Blanda er að komast í gagnið með mikla umframorku og samdráttur á þorsk- veiðum og breytingar á fiskvinnslu geta orð- ið miklar á næstu árum. Allt þetta ýtir frekar undir að málinu verði hraðað. — Auðvitað er skilyrði að við fáum viðun- andi verð fyrir raforkuna, og í því sambandi vek ég athygli á lögum um Landsvirkjun, þar sem kveðið er á um að ekki megi selja raf- orku til stórfyrirtækja nema tryggt sé að sú orkusala hækki ekki verð á innanlandsmark- aði. Virkjanaframkvæmdir okkar eru einnig háðar erlendum lánamörkuðum og greiða þarf niður lán á 40 árum. Stefnan hefur verið sú að greiða 1/20 hluta skuldar eins og hún stendur á hverju ári, og með þeim hætti greiðast lánin upp á um 40 árum. Stefnan hefur einnig verið sú að lækka raforkuverð til almenningsnota um 3% á ári til aldamóta. Og síðustu árin hefur raforkuverðið lækkað enn meira. — Þensluáhrifin eru samkvæmt mínum út- reikningum hverfandi lítil miðað við þá fjár- festingaraukningu sem átt hefur sér stað hér- lendis á undanförnum. Álverið verður í eigu erlenda aðilja og eignaaukningin er í því sambandi ekki okkar íslendinga. En virkjan- irnar eru það hins vegar. Heildarfjárfesting hé á landi árið 1988 er áætluð 45,8 milljarðar króna og er talin nema 1% samdrætti miðað við árið 1987. En það ár var aukningin 15.6% meiri að magni en fjárfesting ársins 1986. Ef áætluð meðalfjarfesting áranna 1989-92 í virkjunum og 90 þúsund tonna álveri er bor- in saman við þessa heildarfjárfestingu sést að hlutur hennar í heildarfjárfestingu nemur að meðaltali um 1950 milljónum króna á ári, ef erlendur virkjunarkostnaður er meðtalinn. Hlutur í heildarfjárfestingu miðað við árið 1988 er aðeins 4.3% á ári, eða ríflega fjórð- „Það er mikill misskilningur að stórfyrir- tæki bíði í biðröðum eftir því að komast í stóriðju á íslandi." segir Friðrik Sophus- son, fyrrverandi iðnaðarráðherra í sam- tali við Þóðlíf. ungur af aukingunni milli áranna 1986 og 1987. Þannig eru hlutfallsleg áhrif þessrar fjárfestingar á þjóðarbúskapinn mun minni en ætla mætti við fyrstu sýn. Talið er að framkvæmdirnar allar taki um fjögur ár. — I stuttu máli má segja að fyrir íslenska þjóðfélagið sé hagnaðurinn fólginn í hag- kvæmni við orkubúskapinn, hagnaði af orkuverði, framleiðslusköttum og vinnu- laun. Margfeldiáhrifin eru síðan töluverð út í þjóðfélagið. Strangar umhverfisverndarkröfur — Álver í dag er allt annar hlutur en þegar lagt var í álverið í Straumsvík. Nú eru ný álver mun tæknivæddari, mengunin er marg- falt minni og þar fram eftir götum. Mestu munar um flúorið, sem flæðir ekki lengur út úr álverunum, heldur er notað aftur og aftur í lokuðu kerfum. Auðvitað gerum við kröfur um fullkomnasta hreinsibúnað sem til er. Áður en ég fór út úr iðnaðarráðuneytinu höfðum við Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra gert samkomulag um það, að heilbrigðisráðuneytið kæmi inn í viðræð- urnar við Isal um mengunina þar og ljóst er að framhald verður á samvinnu ráðuneyt- anna á þessu sviði. Það er auðvitað ljóst að íslendingar hljóta að gera mjög strangar kröfur um umhverfisvernd, sagði Friðrik að lokum. Óskar Guðmundsson 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.