Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 56
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL „Ríkið verður að setja staðla um elliheimili.“ Allt að 250 rúm hafa verið í notkun á Grund, þótt einungis sé rekstrarleyfi fyrir 200. Forstöðumenn einkaheimila velja sjálfir vistmenn, þótt ríkið greiði þjónustuna. Reykjavíkurborg ekki staðið við áætlanir um byggingu hjúkrunarrýmis. Rætt við Skúla G. Johnsen borgarlækni. fólk er á dvalardeildum verður það að greiða megnið af eða allan lífeyri sinn í daggjöld, og halda aðeins eftir þeim 5900 krónum, sem allir aldraðir fá í vasapeninga. Um helming- ur aldraðra á dvalarheimilum hefur einvörð- ungu þessa peninga til umráða á mánuði. Þegar heilsa fólksins versnar hins vegar og það flyst á hjúkrunardeild, þá greiðir Sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofunnar dag- gjöldin, en lífeyririnn rennur til fólksins sjálfs. Okkur finnst það skjóta skökku við, að rneðan fólkið hefur hugsanlega enn ein- hver tök á að gera eitthvað og njóta lífsins, þá á það enga peninga. Þegar það hefur hins vegar misst heilsuna, og er jafnvel bundið við rúntið, þá fær það fyrst peninga til umráða. Margir hafa kvartað yfir þessunt reglum. Annað vil ég nefna, og það er í sambandi við niðurfellingu fastagjalds af sínta. Það fólk, sent býr enn heima hjá sér eða í vernd- uðum íbúðum, getur sótt um slíkt. Fólk, sem býr hins vegar á dvalarheimilum, og vill fá eigin síma inn í herbergi sitt, getur hins vegar ekki fengið neina niðurfellingu. Lögin segja til um, að þar sem almenningssímar eru nærri, líkt og á dvalarheimilum, skuli niður- felling ekki veitt. Allt aðrar regiur gilda um fastagjald af sjónvarpi og útvarpi, sem Menntamálaráðuneytið hefur á sínum snær- um. Þessar reglur allar þyrfti að samræma og endurbæta. Ótrúlega margir aldraðir þekkja ekki réttindi sín eða þykja reglurnar torf, og sækja aldrei um.“ — eh Tekjulaus — allur lífeyririnn í sjúkrahúsgjald 69 ára gamall ekkill hefur 36.500 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins í ellilífeyri og tekjutryggingu. Aðrar tekjur hefur hann ekki. Hann verður að greiða 20 þúsund krónur í leigu fyrir húsnæði sitt. ífebrúar á þessu ári verður hann að fara á spítala. í júlí missir hann allan ellilífeyri og tekju- tryggingu, vegna þeirra reglna, sem gilda um ellilífeyrisþega og sjúkrahúsvist. Hafi ellilífeyrisþegi verið samtals fjóra mánuði á spítala á síöustu tveimur árum rennur lífeyrir hans allur í daggjöld frá og með fimmta mánuðinum. Þessi 69 ára gamli maður þarf að greiða gjöld sín til hins opinbera og leigu af húsnæði sínu, þótt hann sé nú orðinn tekjulaus ... „Það er fólk inni á hjúkrunardeildum, sem alls ekki þyrfti að vera þar,“ sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir í samtali við Þjóðlíf. „Mikilvægur þáttur í allri öldrunarþjónustu er það að meta þörf fólks fyrir þjónustu. Þessi þáttur hefur verið vanræktur hér á Is- landi, og því gerist það, að fólk fær ekki þá þjónustu, sem hentar þörfum þess. Árið 1982 var gerð úttekt á þörfinni fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. Þá var áætlað, að um 300 pláss vantaði. Gert var ráð fyrir því að þeim yrði komið á laggirnar á fimm árum. Þegar þessi fimm ár voru liðin, voru aðeins komin 100 rúm af þessum 300, sem gerð var áætlun fyrir, og jafnframt hafði komið til ný þörf á hverju ári. Því vantar í rauninni enn um 250-300 pláss, svo að þörf- inni sé fullnægt.“ Ríkir þá ekki beinlínis neyðarástand í þess- um efnurn? „Ég vil helst ekki kalla nokkurn skapaðan hlut neyðarástand. Mér sýnist hafa tekist að koma í veg fyrir slíkt að verulegu leyti Nú eru þess dæmi, að aldrað fólk hafi verið flutt hreppaflutningum í aðra landsfjórð- unga vegna plássleysis hér. „Já, það er rétt, að slíks eru dæmi. Hins vegar er ég ekki viss um lausn vandans sé endilega fólgin í því að fjölga plássunum. Við þurfum að gæta þess betur að í þeim pláss- um, sem fyrir eru séu þeir, sem raunverulega þarfnast þeirra, en ekki aðrir.“ Hvernig er hægt að tryggja það, aö rétt fólk fái rétt pláss? „Hérna komum við að kjarna málsins: Því skipulagi á öldrunarþjónustu, sem þarf að komast á laggirnar hér í borginni og annars staðar á landinu. Hugntyndir hafa verið uppi urn gagngerar breytingar allt frá árinu 1976, en þær hafa því miður ekki fengið nægan hljómgrunn. Fyrst og fremst þarf að breyta því hver hefur ákvörðunarrétt yfir einstök- uin plássum á dvalarheimilum og hjúkrunar- deildum. Því þarf að koma til leiðar, að sá aðili, sem framkvæmir matið á þörfurn hinna öldruðu, sjái einnig um að úthluta plássun- um. Með öðrum orðum: Að safna úrræðun- urn á einn stað. Nú er það hins vegar svo, að þeir sem reka heimilin ráða því sjálfir hverjir fá þar pláss. Ef um einkaheimili er að ræða, ráða opin- berir aðilar engu um það, þótt þeir greiði allan kostnað við heimilið. Raunar er skráð í lögin um málefni aldraðra frá 1982, að svona ætti þetta að vera. Samkvæmt þeim átti að koma á fót öldrunarþjónustuhóp í hverju sveitarfélagi. Því miður tókst ekki að koma þessum hópum á fót af vissum ástæðum. Samvinnan í hópnum hér í Reykjavík var til dæmis ekki nógu góð. Eigendur plássanna neituðu að afsala sér ákvörðunarrétti um ráðstöfun þeirra. Vildu velja sjálfir sína vist- menn.“ Telur þú að rétt sé að halda í það kerFi, að einkaaðilar reki heimili fyrir aldraða, sem ríkið greiðir síðan að öllu leyti? „Ég held. að hið opinbera, sem greiðir fyrir þjónustuna eigi að setja það sem skil- yrði fyrir greiðslunni, að það fái sjálft að ráða því hverjir fara inn á stofnanirnar. Einkaað- ilinn láti þannig ákvörðunarréttinn í skiptum fyrir greiðsluna. Ef ríkið hefur ekki vit á því að setja slík skilyrði, þá er það sjálft heldur ekki fært um að reka nein heimili.“ Hefur borgarlæknisembættið eftirlit nieð því, að stofnanir fyrir aldraða í borginni séu fullnægjandi? „Eftirlitið er tvenns konar. Fyrst þurfa stofnanirnar að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðisnefndar og síðan fylgist Heil- brigðiseftirlitið reglulega með starfsemi þeirra, aðbúnaði, hreinlæti og slíku. Einnig er eftirlit með því af hálfu borgarlæknis að stofnunin sé rekin í samræmi við það starf- sleyfi, sem ráðherra gefur út. Það eftirlit er fyrst og fremst í því fólgið. Engir staðlar eru hins vegar til frá hinu opinbera. Fyrir nokkr- urn árum kom til dæmis í ljós, að fjöldi starfs- fólks er mjög misjafn á þessurn stofnunum. Hann reyndist vera hlutfallslega mestur í Hafnarbúðum en minnstur á Elliheimilinu Grund. Á Grund mætti eflaust fjölga hjúkr- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.