Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 45
MENNING Kóreu-Kim neytti allra bragða til að vinna hylli annarra þátttak enda á þinginu. Penklúbbsins með fulltingi ríkisstjórnar og borgarstjórnar og allra yfirvalda; sömu yfirvalda og samkvæmt skýrslum fanganefndar Pen höfðu í haldi fjölda höfunda og blaðamanna, beittu þá barsmíðum og harðræði. I fljótu bragði virtist hugmyndin alveg fráleit og hófst nokkuð kvak um það í þingsalnum. En þá birtist sendinefnd kóreska Penklúbbsins. Það voru menn sem ekki voru komnir til að láta kveða sig í kútinn. Klæddir einsog bankastjórar, talandi óaðfinnan- lega ensku, áttu þeir skýr og greið svör við öllum spurningum. Hvenær sem heyrðist mjóróma krítík sáust þeir stinga saman nefj- um, gefa bendingar og fyrirskipanir, smella skjalatöskum og fletta skýrslum, svo voru þeir komnir í ræðustól, brosandi og háttvísir með sókndjarfa röksemdafærslu og augnaráð eigi hvikult. Pað var svo greinilegt á svipnum að þeir voru sannfærðir um að hafa sitt fram. Ekki er hægt að saka þá um slægð eða kænsku, þeir óðu bara beint af augum, brosandi og kurteisir. Til að byrja með reyndu þeir að gera lítið úr þessu máli með fangelsuðu höfundana, kváðu þetta eitthvað á misskilningi byggt, og drógu þannig í efa skýrslu fanganefndar Pen, vandaðasta og mikilvægasta plagg þingsins. Slík ósvífni vakti beinlínis kurr í þingsalnum, og kom nú uppí ræðustól Michael Scammel, fyrrverandi formaður fanganefndarinnar og dýrlingur í augum margra þingfulltrúa og hrakti allar efasemdir um áreiðanleik sinnar skýrslu út í hafsauga. En ekki stirðnaði brosið á kóresku sendifulltrúunum. Þeir voru óðara komnir með nýja hernaðaráætl- un, og sögðu nú að þessu smáveseni með fangelsuðu höfundana yrði kippt í liðinn. „This will be taken care of“. Það var einsog þeir væru að storka þingfulltrúum, sem féllust svo hendur að þeir samþykktu loks í atkvæðagreiðslu að þiggja heimboð fangelsisstjóranna austur þar. Þvert gegn allri skynsemi að því er virtist. Þetta minnir á miðaldra konur sem hafa augljóslega verið hlunnfarnar í við skift- um, en segja: „Mennirnir virkuðu bara svo ábyggilegir.“ Einsog flestum er kunnugt urðu nokkrar framfarir í öllum lýðrétt- indamálum í Suður Kóreu nú á fyrri hluta ársins. Nýr forseti var kjörinn í sæmilega lýðræðislegum kosningum, skorður við tjáninga- frelsi voru upphafnar og flestum pólitískum föngum sleppt. Um það eru að vísu skiftar skoðanir hversu djúpt þessar umbætur risti, að þær séu jafnvel einungis skammlíf andlitslyfting vegna Ólympíuleik- anna, en allt um það þá var annað pólitískt andrúmsloft komið upp í landinu en verið hafði á valdatímum herforingjastjórnanna. Þannig að kóresku Penfulltrúarnir sem höfðu lofað að málurn fangelsuðu höfundanna yrði reddað fyrir þingið 1988 virtust hafa staðið við sitt. En snemma í ágúst, þremur vikum áður en þingið átti að hefjast, birtist ný skýrsla fanganefndarinnar, og þar kemur fram að enn sitja fangelsaðir fimm kunnir höfundar í fangelsum í Suður Kóreu. Varð nú hvellur víða um lönd. Einhversstaðar komu fram hugmynd- ir um að sem flestar deildir tækju sig saman um að afboða komu sína, en ekki vannst neinn tími til að skipuleggja það. Þó munu einhverjar hafa í snarhasti hafa skorið niður sendinefndirnar, þar á meðal Vestur-Þjóðverjar og Finnar, sem sendu aðeins einn fulltrúa hvor. En annars var þingið nokkuð fjölsótt, og komu flestir á tilsettum tíma á Sheratonhótelið í Seoul. Þetta voru þau frægu allra þjóða kvikindi. Finninn var kaldhæðinn miðaldra ritstjóri sem alltaf var að herma eftir Asíuþjóðunum með öll sín nafnspjöld og hneigingar, Þjóðverjinn var roskinn kall sem keðjureykti og spáði mikið í samsærin á staðnum. Hann var mjög upptekinn af fangelsuðu höfundunum, sagðist sjálfur að vísu fyrir- líta kommúnista, en maður yrði að gera sér tilveru þeirra að góðu. Ekki loka þá inni. Ameríkanarnir frá New York voru prímadonnur, komu frá miðju heimsins og horfðu dálítið hissa á allt hitt fólkið, einsog þau hefðu ekki reiknað með að það væru til svona margir sem byggju annarsstaðar en í New York. Þetta er fólk af því tagi sem segir frá í nokkrum Woody Allen myndum og er alltaf að vitna í Jung og Freud og er sterklega grunað um að hafa komplexa útaf því að vera ekki alvöru Evrópubúar. Leiðtogi þessara austurstrandarkana var skáldkonan Susan Sontag, sem hafði orð á sér fyrir pólitíska róttækni og að vera merkileg með sig. Beatskáld Rússanna, hann Evtúsénkó, sópaði líka að sér athyglinni þarsem hann fór um í furðulegum skærköflóttum jakkafötum. -He is like a harlequin, tautuðu margir í útjöðrum samkomusalanna. Þarna var eitt af fræg- ustu skáldum Afríku, Rene Philombe frá Cameroun, hann var í hjólastól vegna harðræðis sem hann hafði verið beittur í fangelsum í heimalandi sínu áður en Pen samtökunum tókst að beita alþjóðleg- um þrýstingi til að fá hann lausan. Þarna voru tveir Danir sem alltaf héldu hópinn, í eins grænröndóttum skyrtum, minntu á Fi og By eða Litla og Stóra, annar langur og mjór og hinn lítill og kubbslegur. Þeir voru gífurlega alvarlegir á svipinn og alltaf að reyna að fá kanana frá New York í einhver samsæri með sér. Þarna var málgefinn Japani sem gaf sig oft á tal við okkur Islendingana, talaði sæmilega ensku en gat ekki sagt ell. -Há komm jú hev a fímeir president in æsrand? spurði hann aftur og aftur, alveg klossbit. Enska sendinefndin var stórskemmtileg; tvær miðaldra húsmæður höfðu sig mest í frammi, hásar í rómi og fyndnar, höfðu skrifað sjónvarpsleikrit fyrir BBC sem yfirleitt eru ekki neitt slor; klemmdur á milli þeirra sat alltaf ritstjóri, karlmaður á aldur við þær en leit út fyrir að vera miklu yngri, talaði dáldið einsog skólastelpa og var bæði skemmtilegur og vel gefinn, og svo var í kompaníinu risavaxinn maður um sjötugt, hetja úr síðari heimsstyrjöldinni, barðist öll sex árin og margsærðist og lamaðist alveg hægri höndin. Hann var svo breskur að hann hreyfði aldrei munninn þegar hann talaði heldur lét orðin leka út úr sér. Þarna var kona frá Chile sem minnti mann strax á greifafrú, öll í gulli og skartgripum. Við íslendingarnir fórum að hrósa í hennar eyru skáldum frá Chile, fyrst og fremst Isabel Allende og bók hennar Hús andanna. Greifafrúin varð þóttafull á svip og sagði að bókin sú væri ágætlega skrifuð framanaf, en lokakaflarnir væru hinsvegar ekkert nema lygi og áróður um núverandi valdhafa í Chile, hreint hneyksli. En eftirminnilegastur allra var þó leiðtogi heimamanna á staðnum, málvísindadoktor og prófessor, Kim að nafni. Þetta var glæsimenni af gamla skólanum, ákaflega teinréttur, talaði alltaf við fólk af jökulkaldri kurteisi og horfði á það niður með nefinu, og þar að auki hafði hann á valdi sínu þá frábærustu ensku sem menn á staðnum gátu ímyndað sér að hefði nokkurntíma hljómað. Ekki aðeins að orðaforðinn virtist eitthvað svipaður því sem menn hafa gert sér í hugarlund um Shakespeare, heldur var framburðurinn svo breskur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.