Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 18
INNLENT Synjað um aðgang að opinberum skjölum Hrafn og Illugi Jökulssynir, höfundar bókar um íslenska nasista fá ekki aðgang að skjölum utanríkisráðuneytis um íslenska strfðs- glcepamenn. — Hafa fengið hótun um lögbann! Hrafn og Illugi Jökullssynir eru um þessar mundir að leggja síðustu hönd á bók, sem koma á út nú í haust. Þar er sagt frá íslensk- um nasistum, hérlendis og erlendis, bæði ís- iensku þjóðernishreyfingunni á fjórða ára- tugnum, og hins vegar nokkrum Islending- um, sem voru í þjónustu nasista á styrjaldarárunum, einkum í Noregi og Dan- mörku. Þegar hefur höfundum bókarinnar verið hótað lögbanni vegna útkomu hennar og að auki hefur þeim verið synjað um að- gang að opinberum skjölum, varðandi ís- iendinga, sem dæmdir voru vegna stríðs- glæpa og samvinnu við nasista. „Við fórum fram á að fá aðgang að skjöl- um í vörslu Utanríkisráðuneytisins vegna nokkurra íslendinga, sem voru í þjónustu Þjóðverja á þessum árum. Full þörf er á því að draga þessi skjöl fram í dagsljósið svo unnt sé að segja söguna til hlítar. Við vitum ekki nákvæmlega hvað stendur í skjölunum, en höfum þó vissu fyrir því, að þetta eru bréfa- og skeytasendingar milli ríkisstjórnar- innar, utanríkisráðuneytisins og sendiráða Islands erlendis. Eitthvað er einnig um bréf til manna hér heima. Þegar við snerum okkur til utanríkisráðu- neytisins og töluðum við þá Helga Ágústsson skrifstofustjóra og Hannes Hafstein ráðu- neytisstjóra, þá fengum við þau svör að skjöl, sem „vörðuðu pesónulega ógæfu ein- staklinga yrðu ekki látin út úr ráðuneytinu um alla eilífð“, eins og Hannes sagði orðrétt. Nú er það hins vegar svo, að þessi skjöl varða ekki bara persónulega ógæfu einstak- linga. Þau varða verk vissra manna í útlönd- um, sem voru svo víðtæk, að ekki er hægt að tala um persónulega ógæfu. Þessi röksemd er helber fyrirsláttur. Svo nánar sé greint frá þessum skjölum, þá voru í stríðslok, nokkrir íslendingar settir í varðhald í Danmörku og Noregi. íslensk stjórnvöld beittu sér af miklum þunga í því að fá þessa menn lausa. Gilti þar einu hvar mennirnir voru sakaðir um. Raunar fékk einn mannanna dóm í Noregi. Tuttugu ára þrælkunarvist. Stjórnvöld virðast hafa lagt mikla áherslu á að fá hann lausan, því nokkr- um mánuðum eftir að dómurinn var kveðinn upp kom hann til íslands. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða stjórn- málamenn þessa tíma tengdust málinu. Hins vegar er ljóst að málið kom inn á borð ríkis- stjórnarinnar, og fóru í gegnum utanríkis- ráðuneytið. Þau snerta topppólítíkusa þessa tíma. Og það er líklega fyrst og fremst sú staðreynd, sem starfsmenn utanríkisráðu- neytisins eru núna að horfa í. Yfir hverjum, sem þeir eru að halda hlífiskildi vitum hins vegar við ekki. Þess má geta, að árið 1949 höfðaði þessi tiltekni einstaklingur mál á hendur þáver- andi ritstjóra Þjóðviljans vegna ummæla um PIPULAGNIR GERUM TILBOÐ I NÝLAGNIR EFNI OG VINNU STÆRRI SEM SMÆRRI VERK HEILDSALA - SMASALA JÁRNRÖR OG FITTINGS KOPARARÖR OG FITTINGS PLASTRÖR OG FITTINGS POTTRÖR OG FITTINGS - SUÐUFITTINGS SPRINKLER (ELDVARNARKERFI) OG FLEST ANNAÐ TIL PÍPULAGNA TOMAS ENOK THOMSEN PÍPULAGNINGAMEISTARI VATNSTÆKI Hl BYGGINGAVÖRUR Hyrjarhöfða 4-112 Reykjavík Sími673067
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.