Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 30
ERLENT
„Lesið Kaldaljós.
Það verður enginn
svikinn af því.“
Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið.
YIGDIS GRIMSDOTTIR
Kaldaljós eftir Vigdísi
Grímsdóttur 453 bls.
Verð kr. 2.290.-
„Pessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur
er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar
njóta sín hér mjög vel. Kaldaljósersaga sem er
skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík.
sterk og snertir mann."
Margrél Eggertsdóttir, Pjóðviljinn.
„Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér
fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og
einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les-
andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi.
Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en
þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær
fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins
örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki
sama um Grím Hermundsson en verður samt
að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki
farið."
Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið.
„Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar,
grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga
ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af
mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um
sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. Því
að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna
bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf-
undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa
orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er
Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem
ég vildi hafa upp á vegg.“
Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunblaðið.
Hommi í
klerkastétt
LO — norska alþýðusambandið — hefur
stefnt norska kirkjuráðinu fyrir norska dóm-
stóla vegna þess að kirkjuráðið sniðgekk við
stöðuveitingu einn umsækjanda af þeirri
ástæðu einni að hann býr með öðrum nianni í
„hómósexual“ sambandi.
Sjúkrahúspresturinn Jens Thorstein Olsen
sótti um stöðu í norska kirkjuráðinu og var
metinn hæfastur umsækjenda, en þegar vitn-
aðist að hann býr með öðrum manni var
næsti umsækjandi tekinn fram fyrir.
Talsntenn kirkjuráðsins undirstrika að
það að Jens Thorstein skuli vera hommi úti-
loki hann ekki frá neinni stöðu innan norsku
kirkjunnar, sem viðurkennir að kirkjunnar
þjónar geti hneigst kynferðislega að fólki af
sama kyni. En að þeir framfylgi slíkri hneigð
í sambúð með öðrum af sama kyni, það getur
norska kirkjan ekki sætt sig við. Petta er í
samræmi við yfirlýsingu biskupafundar frá
1977.
Eins og áður segir hefur stéttarfélag
Séra Jens Torstein Olsen, prestur og
hommi.
prestsins höfðað mál á hendur kirkjuráðinu
og telur að afstaða þess brjóti í bága við lög
sem segja að ekki skuli mismuna umsækj-
endum við stöðuveitingar á grundvelli kyn-
ferðis eða kynferðislegra hneigða.
Margir hafa orðið til að taka málstað
hommans og prestsins, Jens Thorstein Ol-
sen, og sjálfur segir hann að hann myndi að
sjálfsögðu ekki halda áfram að þjóna sem
prestur ef hann héldi að atferli sitt bryti í
bága við guðs lög, eins og kirkjuráðið heldur
fram. Undir skoðun Olsens tekur félag
norskra guðfræðistúdenta sem segir í álykt-
un sinni um málið að það felist einkennileg
mótsögn í því að viðurkenna hneigðina en
ekki gjörðina og slíkt geti tæpast talist í anda
Biblíunnar.
— yk/Noregi
Norskur kvennalisti
Svo kann að fara að norskar konur stofni
sinn eigin kvennalista að íslenskri fyrirniynd.
Þrjár kvennafylkingar hafa stofnað með sér
samtök með það að markmiði að bjóða
kvennalista fram til Stórþings á næsta ári.
Þessar fylkingar eru allar af vinstri kantin-
um í norskum stjórnmálum, en á ráðstefnu
sem þær héldu í Oslo fyrir skömmu var sam-
an kominn 600 kvenna hópur úr flestum
flokkum og af öllum aldri.
Á ráðstefnunni fór fram leynileg skoðana-
könnun um það hvort konurnar vildu efna til
kvennaframboðs við næstu þingkosningar.
Niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinská-
ar, en af hljóðinu í þeim sem töluðu á fundin-
urn og undirtektum áheyrenda má marka að
áhuginn fyrir kvennalista er mikill.
Tvær íslenskar Kvennalistakonur fluttu
erindi á fundinum þar sem þær gerðu grein
fyrir reynslu íslenska Kvennalistans og var
gerður góður rómur að máli þeirra.
Taran Sæther, ein þeirra sem gengust fyrir
þessari ráðstefnu segir í samtali við Klas-
sekampen að þær vilji ekki flýta sér um of að
taka afstöðu til framboðs. Fyrst vilji þær
kanna jarðveginn og sjá hversu mikið þær
geti komið sér saman um. Hún nefnir mál
eins og laun kvenna, 6 tíma vinnudag og
umhverfisvernd sem dæmi um það sem þær
ættu að geta komið sér saman um, burtséð
frá pólitískum bakgrunni hverrar og einnar.
Hér er kannski að þroskast fyrsti sýnilegi
ávöxturinn af heimstrúboði hins íslenska
Kvennalista.
— yk/Noregi
Notaður
pappír
selst
Notaður pappír í Þýskalandi er
að verða eftirsótt vara. Um 20%
pappírsfjallsins eru nú flutt út til
nágrannalanda til frekari úr-
vinnslu. Þegar pappírsfjallið byrj-
aði að stækka verulega í þar til
gerðum gámum í byrjun níunda
áratugarins í Þýskalandi féll
verðið um 80%. Til að ná „toppn-
um“ í úrvinnslunni byrjuðu þýsk
pappírsúrvinnslufyrirtæki að
flytja út til nágrannalandanna, en
nú gerist það með vaxandi eftir-
spurn að verðið hækkar.
Svartáfwxtu
r