Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 26
ERLENT Leiðtogafundurinn í Miinchen 1938 50 ár liðin frá Múnchen- samkomulaginu Þann 28. september 1938 hittust fjórir vold- ugustu þjóðarleiðtogar Evrópu í reisulegri byggingu við Arcisstræti 12 í Miinchen. Til- gangur þessa leiðtogafundar var að koma í veg fyrir að Hitler gerði alvöru úr þeirri ætl- un sinni að ráðast inní Tékkóslóvakíu. Foringinn hafði hótað láta til skarar skríða gegn Tékkum ef stjórnin í Prag neitaði að verða við þeirri kröfu hans að eftirláta Þjóð- verjum þau landamærahéruð, þar sem hinir þýskættuðu Súdetar bjuggu. Tékkar voru að vonum tregir til að ganga að þessum afar- kostum enda töldu þeir Hitler ekki eiga til- kall til umræddra svæða. Þegar hér var komið sögu hafði Foringinn þegar lagt undir sig Austurríki og gert þetta nágrannaríki Þjóðverja að héraði á landa- korti þýska ríkisins. Hernám Austurríkis hafði gengið átakalaust, enda áttu nasistar fjölda vildarvina í því landi sem gerðu sitt til að auðvelda foringjanum leikinn. Hinn bragðvísi og undirförli einræðisherra Þjóðverja var ekki á því að láta sér Austur- ríki nægja. Hann þreyttist ekki á að brýna fyrir löndum sínum nauðsyn þess að Þjóð- verjar létu sverfa til stáls. Annars vegar hamraði Hitler á því að Þjóðverjar væru að- þrengdirogþyrftuaukiðlandrými. Hinsveg- ar taldi hann réttlætismál að héruð á borð við Súdetaland, þar sem milljónir Þjóðverja bjuggu, væru sett undir þýska stjórn. Þessi áróður Foringjans var ekki annað en yfirvarp. Áhugi hans fyrir Súdetalandi sem fram til ársins 1918 var hluti hins austurríska- ungverska keisaradæmis, var sprotttinn af hóflausri valdafíkn og þeim ásetningi að gera sem flestar Evrópuþjóðir að undirsátum Þjóðverja. Þrátt fyrir að ýmsir landar Hitlers hefðu fyrir löngu séð í gegnum Foringjann, höfðu leiðtogar Breta og Frakka haldið að sér höndum. Þeir höfðu að vísu mótmælt her- námi Austurríkis í orði, en ekki séð ástæðu til að grípa í taumana. Því hefur verið haldið fram, að Bretum og Frökkum hafi verið nokkur vorkunn í þessu tilliti. Þeir hafi átt við ærinn vanda að stríða heima fyrir og herir landanna tæpast verið í stakk búnir til að standa í vígaferlum. Það má líka vera að þeir hafi vanmetið valdagræðgi og stríðsgleði Foringjans. Þrátt fyrir að Hitler væri staðráðinn í að beygja Tékka í duftið voru ýmsir af nánustu samstarfsmönnum hans mótfallnir því að Þjóðverjar legðu til atlögu. Þar má nefna marskálkinn Göring, auk áróðursmálaráð- herrans Göbbels, sem lýsti því yfir vafninga- laust, að þýska þjóðin væri ekki undir það búin að fylkja liði gegn Tékkum. Nokkrir af æðstu mönnum þýska hersins voru jafnvel reiðubúnir að steypa Hitler af stóli, ef hann skipaði herjum sínum að ráðast inn í Tékkóslóvakíu. Þeir höfðu gert með sér samkomulag um að svipta Foringjann völd- um jafn skjótt og hann blési til orustu. Jafn- framt komu þeir þeirri ósk á framfæri við Winston Churchill, að Bretar stæðu fastir fyrir og létu ekki undan yfirgangi Hitlers. Þessi ráðagerð herforingjanna fór þó út um þúfur. I stað þess að láta til skarar skríða gegn Tékkum kallaði Hitler forsætisráðherra Breta og Frakka, Chamberlain og Daladier til fundar í Miinchen, að viðbættum ítalska einræðisherranum Mússólíní, sem var í hlut- verki sáttasemjara á fundinum. Þegar þeir fjórmenningarnir settust á rökstóla í húsinu við Arcisstræti (þar sem bæverski tónlistar- háskólinn er nú til húsa) var reyndar ljóst, að Hitler hefði sitt fram. Á fundinum lagði Mússólíní fram tillögu, sem að líkindum var runnin undan rifjum þeirrra Görings, von Neuraths og ráðuneytisstjórans von Weizsackers, föður núverandi forseta Vest- ur-Þýskalands. I tillögunni var kveðið á um að umrædd héruð í Tékkóslóvakíu féllu nasistum í skaut. Þrátt fyrir að leiðtogar Breta og Frakka væru frá upphafi reiðubúnir að fallast á þessa til- lögu, urðu snarpar orðasennur á fundinum í Miinchen. Sjónarvottar skýrðu frá því síðar, að aðaltúlkur fundarins hafi hvað eftir annað orðið að biðja fundarmenn að stilla skap sitt og tala ekki allir í einu, enda ekki vinnandi vegur að þýða slíkan orðaflaum. Chamberlain, sem var annálaður ná- kvæmnismaður er t.d. sagður hafa viljað vita hvenig Hitler hygðist bæta stjórninni í Prag þann eignamissi sem hún yrði fyrir, þegar Þjóðverjar legðu undir sig opinberar bygg- ingar. Auk þess innti hann Hitler eftir því, hvað Foringinn hygðist gera við þann búpen- ing sem los kæmist á vegna hernámsins. Hitl- er er sagður hafa fyllst bræði vegna þessara fyrirspurna og argað á hinn aldna forsætis- ráðherra Breta, að tíminn væri of dýrmætur til að elta ólar við slíka smámuni. Um klukkan 2 um nóttina var búið að þýða samkomulagið á allar tungur við- staddra. Þar var kveðið á um að þau landa- mærahéruð sem Hitler slægðist eftir yrðu sett undir þýska stjórn. Tékkar voru sjálfir aldrei spurðir álits, heldur máttu þeir kyngja þessu samkomulagi, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Syrovy, forsætisráðherra Tékka, lýsti því yfir hryggur í bragði, að þeir væru einir og yfirgefnir og ættu því ekki ann- arra kosta völ en að hlýða. Munchen-samkomulaginu var hins vegar fagnað í Bretlandi, Frakklandi og Þýska- landi. Ibúar Lundúna, Parísar og Miinchens þustu útá götur og kættust yfir því að tekist hefði að koma í veg fyrir stríð. Sjálfar aðalpersónurnar í sjónleiknum í MUnchen voru þó ekki að sama skapi sáttar við þessi málalok. Bæði Chamberlain og Daladier yar ljóst að þeir höfðu látið í minni pokann. í stað þess að setja Hitler stólinn fyrir dyrnar og neita að taka þátt í þessum pólitísku hrossakaupum höfðu þeir kosið að 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.