Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 36
MENNING fyndist um hjónaband Jackie Kennedy og gríska skipakóngsins Onassis. Magnúsi Kjartanssyni fannst einkalíf þeirra ekki koma sér við. Inn í þetta andrúmsloft kom Kristnihald undir jökli, fyrsta skáldsaga Halldórs Lax- ness í rúman áratug. Viðtökurnar voru dálít- ið kúnstugar og þegar blaðað er í ritdómum frá haustinu 1968 er eins og gagnrýnendur viti ekki alveg hvernig þeir eigi að taka þess- ari bók. í Alþýðublaðinu talar Ólafur Jónsson um þessa „kvenmynd (sem) býr að baki allri sög- unni, veruleikinn á bakvið aðrar hillingar og heimspeki hennar. Ef til vill er þessi saga einkum og sér í lagi um kvennamál og kvennafar.“ Og hann spyr hvort þetta sé „góð bók eða vond bók? Má það ekki einu gilda, hún er eftir Halldór Laxness." í Mogganum verður Jóhanni Hjálmar- ssyni nokkuð tíðrætt um skírskotanir í sam- tímaviðburði eins og Víetnamstríðið en að öll sé sagan þó í anda einhvers konar absúr- disma þar sem „das ewig weibliche" (hin ei- lífa kvenmynd) svífi yfir vötnum. Jóhann segir að Kristnihaldið sé „frjóasta og marg- brotnasta skáldverk, sem lengi hefur komið út eftir Halldór Laxness" og bendir á skyld- leik þess við leikritin Dúfnaveislan, Prjónast- ofan Sólin og Strompleikur. í Pjóðviljanum segir Árni Bergmann að í bókinni sé fátt um nýjungar frá hendi skálds- ins. „Séra Jón er enn ein persóna f alllangri röð taóista Halldórs" sem boða „gildi æðru- leysis og góðvildar samfara andúð á kenning- um, sérílagi þeim sem bjóða upp á resept til að breyta heiminum". Þó telur Arni Jón vera áhugaverðari en fyrirrennara hans, „miklu líflegri og flóknari persóna". Og Árni segir að Godmann Sýngmann sé „öðrum þræði forkostuleg skopmynd af aladínsdraumi ís- lendinga“. Umbi og Úa (Sigurður Sigurjónsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir). Skrýtið og skemmtilegt fólk Og er þá kominn tími til að hefja spjallið við dóttur skáldsins, Guðnýju, sem nú er að koma verki föður síns til skila í nýju formi til nýrra kynslóða. Af hverju valdi hún að kvik- rnynda Kristnihaldið núna?„ Sagan er tímalaus og mér finnst hún stand- ast ágætlega í dag. Þarna er til dæmis verið að ræða um hraðfrystihús sem eru á hausnum og ánægju Ameríkana af að drepa fátæka bændur. Það eru þeir enn að gera í Nicara- gua. Svo eru þarna sömu hipparnir sem koma reglulega til að heimsækja jökulinn. Þarna er líka glaðbeitti, hálffulli Islendingur- inn Jódínus sem þykist vera skáld og er montinn af eigum sínum. Þetta er allt til í nútímanum. Mér hefur alltaf fundist þessi saga til þess fallin að setja hana á svið eða kvikmynda. Þetta er fyrsta skáldsagan sem pabbi skrifar eftir nokkur leikrit og hún ber þess merki, hann hefur sviðið ennþá fyrir framan sig. En aðalástæðan er sú að mér hefur alltaf fundist þetta skemmtileg bók. karakterarnir í henni liggja svo ljóst fyrir. Ég bað því um réttinn til að kvikmynda hana um það leyti sem ég ákvað að leggja fyrir mig kvikmynda- gerð. Þess vegna heitir félagið Umbi. Þegar okkur barst boð frá Þýskalandi um að gera gamanmynd í félagi við þarlenda menn tókst okkur að troða inn á þá Kristnihaldinu.“- Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um það hvernig bæri að skilja þessa sögu. Hvernig skilur þú hana? „Þessi saga hefur svo margt að það má skilja hana á minnst þrjá vegu. Það má skilja hana sem kómedíu, sem þriller eða hroll- vekju og loks sem sögu um skrýtið og skemmtilegt fólk. Það var leiðin sem við ákváðum að fara. En í sögunni er líka heil- mikill boðskapur sem við reynum að halda til haga.“- Og hver er þá aðalpersónan í ykkar út- gáfu? „Það er Ua. Hún kemur í lok sögunnar og bindur endi á hana. En fram að því er hún aldrei langt fjarri. Það er oft minnst á þessar konur sem borða aldrei, sofa aldrei og eru til í allt, jafnvel klukkan þrjú um nótt. Umbi gengur í gegnum alla söguna og Jón Prímus er náttúrulega stór persóna en við ákváðum að Úa væri aðalsöguhetjan." Að trúa á jökulinn - Pýðir þetta ekki að trúarlegar og heimspeki- legar vangaveltur sögunnar lenda í öðru sœti?„ Jú, þær eru skornar niður en fá samt að vera með. Jón Prímus og Godmann Sýng- mann eru þarna og þeir eru aðalandstæður sögunnar. Þessir æskuvinir eru fulltrúar tveggja andstæðra viðhorfa til þess hvernig menn eiga að lifa lífinu. Jón ýtir undir allt sem lífsanda dregur og hlakkar til að deyja og hitta jólasveinana. Godmann Sýngmann óttast dauðann, safnar eignum og stofnar söfnuð sem dýrkar jökulinn. Þarna er verið að gera grín að Moon-istum og öðrum slík- um trúarhópum sem voru farnir að láta á sér kræla þegar bókin kom út. Boðskapurinn sem úr þessu verður er sá að því ríkari sem rnenn verða þeim mun hræddari verða þeir við tilhugsunina um að skilja við eigur sínar. Svo er þarna dálítil mýstik, einkum í kringum Úu. Það má taka henni á tvo vegu: annað hvort fór hún aldrei heldur var alltaf á staðnum eða hún var eins og henni er lýst, rekur annað veifið hóruhús í Suður-Amer- íku og hitt veifið nunna í klaustri. Úa er Jódínus og Umbi leiknir af Ladda (tv.) og Sigurði Sigurjónssyni. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.