Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 13
INNLENT RKALÝÐSHREYFINGAR stjórnarþátttöku vildu ekki una Ólafi Ragn- ari Grímssyni þess að mynda ríkisstjórn, en það lá jafnframt undir að Ólafur Ragnar yrði ekki langlífur í formannsstóli í Alþýðu- bandalaginu ef flokkurinn kæmist ekki til meira fylgis en fram hafði komið í skoðana- könnunum síðustu mánuði. Þannig var and- staðan gegn formanninum skýring á and- stöðu margra við stjórnarþátttöku. Aðrir settu fyrir sig málefni eins og samningsrétt- inn. Ásmundur Stefánsson barðist eins Ijón gegn ríkisstjórnarþátttökunni. Auk Ás- mundar voru efasemdarmenn í Alþýðu- bandalaginu eins og Guðrún Ágústsdóttir, Ragnar Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Logi Kristjánsson, Birna Þórðardóttir, Stefanía Traustadóttir og Steini Þorvaldsson. Margir þeirra sem andvígir voru ríkisstjórnarþátttöku töldu Al- þýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn, ann- an hvorn eða báða, óalandi og óferjandi í ríkisstjórn. Þeir sem hlynntir voru þátttöku í ríkis- stjórn töldu hins vegar ófært að láta tækifæri til að hafa áhrif á landstjórn sér úr greipum ganga. Margir töldu einnigað Alþýðubanda- lagið ætti ekki mikið eftir utan ríkisstjórnar og það gæti verið spurning um tilvist þess að komast í ríkisstjórn. Enn fremur telja margir Alþýðubandalagsmenn það geta skipt sköp- um um sameiningu jafnaðarmanna að Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið ættu samleið í stjórn eða utan. Landsbyggðarmenn voru yfirleitt þess mjög hvetjandi að fara í ríkisstjórn og átti það trúlega við um stuðningsmenn allra rík- isstjónarflokkanna. Og það voru stjórnar- sinnar sem hrósuðu sigri um síðir. Skoðana- könnun DV leiddi í ljós að yfir 65% þjóðar- innar studdu ríkisstjórnina á fyrstu dögum hennar og sérstaklega kom í ljós að allir, sem kváðust styðja Alþýðubandalagið voru einn- ig hlynntir ríkisstjórninni. Lína Ásmundar Stefánssonar virtist þannig ekki eiga mikinn hljómgrunn meðal stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins. í ljós kom að hann var póli- tískt mjög einangraður eins og hann virðist einnig í verkalýðshreyfingunni. Virðist áhugi á því að hann gegni áfram stöðu for- seta ASI afar takmarkaður og í ítarlegri út- tekt í síðasta hefti tímaritsins Mannlíf á stöð- unni innan ASI kemur einungis einn forystu- maður úr verkalýðsfélagi fram sem styður Ásmund í forsetastólinn —, Sigurður Ósk- arsson á Hellu. Heilbrigðari pólitík Sú staðreynd að gengið var til þessarar stjórnarmyndunar án íhlutunar kontóra hagsmunasamtakanna er ótvírætt kaflaskil í stjórnmálasögunni. Ætla mætti að það leiði til heilbrigðari stjórnahátta bæði á alþingi og leiði ekki síður til eðlilegri starfshátta innan verkalýðshreyfingar — verði henni til góðs þegar fram í sækir. „Verkalýðsflokkarnir" gömlu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag eru e.t.v. að rífa sig lausa enda stéttastríðinu lokið sem hin gamla stefna þeirra byggði á. Stjórnmálaflokkar eiga heldur ekki jafn jarð- fastar rætur á skrifstofum verkalýðsfélaga og áður. Bæði flokkarnir og verkalyðshreyfing- in hafa breyst á síðustu árum, þannig að„ ríkisstjórn verkalýðshreyfingar“ er ekki lengur til. Umdeilt ráðherava! Alþýðubandalagið hafði ekki lokið þrautagöngu sinni með síðbúnu samþykki miðstjórnar flokksins við stjórnarþátttök- una. Þegar kom að ráðherravali var um ósættanleg sjónarmið að ræða; gengið var út frá því sem vísu að þeir Ólafur Ragnar og 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.