Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 13
INNLENT
RKALÝÐSHREYFINGAR
stjórnarþátttöku vildu ekki una Ólafi Ragn-
ari Grímssyni þess að mynda ríkisstjórn, en
það lá jafnframt undir að Ólafur Ragnar yrði
ekki langlífur í formannsstóli í Alþýðu-
bandalaginu ef flokkurinn kæmist ekki til
meira fylgis en fram hafði komið í skoðana-
könnunum síðustu mánuði. Þannig var and-
staðan gegn formanninum skýring á and-
stöðu margra við stjórnarþátttöku. Aðrir
settu fyrir sig málefni eins og samningsrétt-
inn. Ásmundur Stefánsson barðist eins Ijón
gegn ríkisstjórnarþátttökunni. Auk Ás-
mundar voru efasemdarmenn í Alþýðu-
bandalaginu eins og Guðrún Ágústsdóttir,
Ragnar Stefánsson, Sigríður Stefánsdóttir,
Álfheiður Ingadóttir, Logi Kristjánsson,
Birna Þórðardóttir, Stefanía Traustadóttir
og Steini Þorvaldsson. Margir þeirra sem
andvígir voru ríkisstjórnarþátttöku töldu Al-
þýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn, ann-
an hvorn eða báða, óalandi og óferjandi í
ríkisstjórn.
Þeir sem hlynntir voru þátttöku í ríkis-
stjórn töldu hins vegar ófært að láta tækifæri
til að hafa áhrif á landstjórn sér úr greipum
ganga. Margir töldu einnigað Alþýðubanda-
lagið ætti ekki mikið eftir utan ríkisstjórnar
og það gæti verið spurning um tilvist þess að
komast í ríkisstjórn. Enn fremur telja margir
Alþýðubandalagsmenn það geta skipt sköp-
um um sameiningu jafnaðarmanna að Al-
þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið ættu
samleið í stjórn eða utan.
Landsbyggðarmenn voru yfirleitt þess
mjög hvetjandi að fara í ríkisstjórn og átti
það trúlega við um stuðningsmenn allra rík-
isstjónarflokkanna. Og það voru stjórnar-
sinnar sem hrósuðu sigri um síðir. Skoðana-
könnun DV leiddi í ljós að yfir 65% þjóðar-
innar studdu ríkisstjórnina á fyrstu dögum
hennar og sérstaklega kom í ljós að allir, sem
kváðust styðja Alþýðubandalagið voru einn-
ig hlynntir ríkisstjórninni. Lína Ásmundar
Stefánssonar virtist þannig ekki eiga mikinn
hljómgrunn meðal stuðningsmanna Alþýðu-
bandalagsins. í ljós kom að hann var póli-
tískt mjög einangraður eins og hann virðist
einnig í verkalýðshreyfingunni. Virðist
áhugi á því að hann gegni áfram stöðu for-
seta ASI afar takmarkaður og í ítarlegri út-
tekt í síðasta hefti tímaritsins Mannlíf á stöð-
unni innan ASI kemur einungis einn forystu-
maður úr verkalýðsfélagi fram sem styður
Ásmund í forsetastólinn —, Sigurður Ósk-
arsson á Hellu.
Heilbrigðari pólitík
Sú staðreynd að gengið var til þessarar
stjórnarmyndunar án íhlutunar kontóra
hagsmunasamtakanna er ótvírætt kaflaskil í
stjórnmálasögunni. Ætla mætti að það leiði
til heilbrigðari stjórnahátta bæði á alþingi og
leiði ekki síður til eðlilegri starfshátta innan
verkalýðshreyfingar — verði henni til góðs
þegar fram í sækir. „Verkalýðsflokkarnir"
gömlu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
eru e.t.v. að rífa sig lausa enda stéttastríðinu
lokið sem hin gamla stefna þeirra byggði á.
Stjórnmálaflokkar eiga heldur ekki jafn jarð-
fastar rætur á skrifstofum verkalýðsfélaga og
áður. Bæði flokkarnir og verkalyðshreyfing-
in hafa breyst á síðustu árum, þannig að„
ríkisstjórn verkalýðshreyfingar“ er ekki
lengur til.
Umdeilt ráðherava!
Alþýðubandalagið hafði ekki lokið
þrautagöngu sinni með síðbúnu samþykki
miðstjórnar flokksins við stjórnarþátttök-
una. Þegar kom að ráðherravali var um
ósættanleg sjónarmið að ræða; gengið var út
frá því sem vísu að þeir Ólafur Ragnar og
13