Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 62
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Kópavogur Þar eru engir biðlistar í Kópavogi eru biðlistar eftir plássi á stofnun- um fyrir aldraða nánast óþekkt fyrirbæri. Allir aldraðir bæjarbúar geta fengið heimil- ishjálp strax og þeir vilja. Meðan aldraðir Reykvíkingar bíða þúsundum saman eftir stofnanaplássum og hundruðum saman eftir heimilishjálp er biðin nánast engin í því bæj- arfélagi, sem næst liggur höfuðborginni. Hlutfallslegur fjöldi aidraða í Kópavogi er litlu minni en í Reykjavík, eða rúm 10 prós- ent. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir öldrunar- fulltrúi lýsti þjónustunni í Kópavogi fyrir blaðamanni Þjóðlífs: „í Kópavogi hefur verið lögð megin- áhersla á þjónustu utan stofnana, svokallaða „stoðþjónustu“. Miðast þjónustan við það að búa þannig í haginn að aldraðir geti búið sem lengst í heimahúsum. Þar af leiðandi hefur hvað mest áhersla verið lögð á heimil- isþjónustu. Þessi þjónusta er að mínu mati mjög góð hér í Kópavogi og samvinna milli þeirra aðila sem mynda þessa þjónustu þ.e.a.s. heimilis- hjálparinnar, sem er á vegum Heilsugæslu- stöðvarinnar, er með miklum ágætu, enda slíkt forsenda fyrir svo góðri samræmdri þjónustu sem hér er raunin á. Hvað varðar heimilishjálpina t.d. þá er engin bið eftir heimilishjálp nema rétt á meðan umsókn og aðstæður eru metnar, sem tekur í mesta lagi þrjá til fjóra daga. Þetta gefur okkur tækifæri til að sérhæfa heimilishjálpina betur og laga hana að persónulegum þörfum hvers og eins. Innan félagsstarfs aldraðra, sem er til húsa að Fannborg 2, er einnig þjónusta fyrir aldr- Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, öldrunar- fulltrúi í Kópavogi:,, Stór heimili ættu að heyra fortíðinni til.“ aða. Þar er um að ræða hárgreiðslu, fótsnyrt- ingu og mötuneyti, sem opið er 5 daga vik- unnar. í einstaka tilfellum hefur í samvinnu við heimilishjálpina verið sendur hádegis- verður heim til ellilífeyrisþega. Er þá um einstaklinga að ræða, sem að öllu jöfnu koma í mötuneytið en komast ekki vegna tilfallandi veikinda. Vistrými fyrir aldraða í íbúðum, dvalarheimilum og hjúkrunarrýmum. Fjöldi vistrýma á hverja 100 íbúa 65 ára og eldri. Reykjavík.................................9,9 Vesturland................................7,3 Vestfirðir...............................12,8 Norðurland vestra........................16,1 Norðurland eystra.........................7,3 Austurland.................................13 Suðurland.................................9,6 Reykjanes................................13,3 Heimild: Aldraðir á íslandi, Reykjavík 1987 Frístundahópar — ferðaþjónusta Ennfremur er leitast við að skapa fjöl- breytni í tómstundastarfinu. Innan félags- starfs aldraðra er boðið upp á námskeið, ferðalög, félagsvist, leikfimi, opið hús o.fl. I tengslum við opið hús, sem er einu sinni í viku, hefur myndast vísir að ferðaþjónustu, einnig í samvinnu við heimilishjálpina. Er þá ákveðnum einstaklingum, sem að mati heimilishjálparinnar þurfa sérstaklega á því að halda, fylgt til og frá Félagsheimilinu þar sem opið hús er. Frístundahópurinn „Hana-nú“ saman- stendur af margs konar áhugaklúbbum fyrir 50 ára og eldri. Þar eru meðal annars bók- menntaklúbbur, trúlista-, leiklista-, ætt- fræði-,náttúrúskoðunar-, göngu- og dans- klúbbar svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin að baki „Hana-nú“ hópsins er aðlögun starfsloka eða svokölluð „mjúk lending". 100 íbúðir í Vogatungu íbúðir og dvalarheimili fyrir aldraða eru eftirtalin: í Vogatungu verða 14 leiguíbúðir, sem Kópavogsbær ráðstafar til ellilífeyrisþega, 14 eignarhlutdeildaríbúðir þar sem ellilífeyris- þegar geta keypt annaðhvort 50% eða 25% eignarhlutdeild. Ennfremur eru þar eignar- íbúðir, sem þeim, er náð hafa 60 ára aldri stendur til boða að kaupa. Er það alfarið á vegum byggingarverktaka. Ibúar í Vogatungureitnum, eins og hann hefur verið kallaður, geta notið heimilis- hjálpar og heimahjúkrunar á borð við aðra Kópavogsbúa, en að öðru leyti er engin þjónusta við íbúðirnar sérstaklega. Kópa- vogsbær annast allt viðhald húsanna. Gert er ráð fyrir um 100 íbúðum í Vogatungu í fram- tíðinni. í Fannborg 1 búa 26 ellilífeyrisþegar í leiguíbúðum, sem Kópavogsbær hefur til ráðstöfunar. Er þetta húsnæði í eigu Ör- yrkjabandalagsins og ráðstafar það 13 íbúð- um í húsinu. Þar á meðal eru einnig nokkrir ellilífeyrisþegar. Allir, sem þurfa á hjálp að halda fá heima- þjónustu í Fannborg 1, sem er samræmd heimilishjálp og heimahjúkrun. Einnig geta íbúar keypt sér hádegisverð á 1. hæð hússins þar sem matsalur félagsstarfsins er. Að öðru leyti annast hver sinn heimilisrekstur og greiðir sína húsaleigu. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.